Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 80
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON:
SUMAR Á SAURUM
I
Einn fagran síðsumarsdag árið 1843
tekur tæplega miðaldra maður sér far
með póstvagninum, sem er í förum milli
Kaupmannahafnar og Sóreyjar á Sjá-
landi. Maður þessi er „gildur meðalmað-
ur á hæð, þrekvaxinn og limaður vel, en
heldur feitlaginn, herðamikill, baraxlað-
ur, og nokkuð hálsstuttur, höfuðið held-
ur í stærra lagi, jarpur á hár, mjúkhærð-
ur, htt skeggjaÖur og dökkbrýnn. And-
litið er þekkilegt, karlmannlegt og auÖ-
kennilegt, ennið allmikið. Hann er rétt
nefjaður og heldur digurnefjaður, gran-
stæðið vítt, og vangarnir breiðir, kinn-
beinin ekki há, munnurinn fallegur, var-
irnar mátulegar þykkar. Hann er stór-
eygður og móeygður" og ofurlítið dreym-
andi á svipinn, þar sem hann hallar sér
aftur í sætinu og virðir fyrir sér skrúð-
klætt landið.
Þessi maður, sem hér er á ferð, er Is-
lendingurinn Jónas Hallgrímsson, skáld
og náttúrufræðingur. Hann hefur verið
búsettur í Kaupmannahöfn um margra
ára skeið, bæði við nám og vísindastörf,
en farið heim til Islands og ferðazt víða
um landið í rannsóknarskyni nokkur und-
anfarin sumur. Hann hefur gert marg-
háttaðar, vísindalegar athuganir á nátt-
úru landsins og jarðsögu þess, gróðri og
dýralífi og safnað miklu af fornminjum
og náttúrugripum. Ur þessum gögnum
hefur hann svo unnið á veturna, bæði
í Reykjavík og þó einkum í Kaupmanna-
höfn. Mesta stórvirki, sem hann hefur
með höndum um þessar mundir, er samn-
ing íslandslýsingarinnar, sem Hið ís-
lenzka bókmenntafélag hefur falið hon-
um að rita, ásamt Jóni SigurÖssyni, for-
seta. Auk þess hefur hann tekið virkan
þátt í þjóðmálabaráttu landa sinna og
annazt, ásamt þrem vinum sínum, útgáfu
tímaritsins Fjölnis, sem borið hefur ís-
lendingum nýjan andblæ frelsis og menn-
ingar.
En þessum fjölhæfa og gáfaða visinda-
manni og náttúruskoðara er fleira til lista
lagt. Hæst ber hann í hugum vina sinna
og þeirra samlanda, sem andblær hins
nýja tíma hefur snortið, sem mikiÖ skáld,
Ijúflinginn, sem ekki á sinn líka. — Á
rannsóknarferÖum sínum um landið hef-
ur hann ort eða gert frumdrög að ýms-
um snilldarkvæðum, sem birzt hafa í
Fjölni og lýsa á ógleymanlegan hátt tign
og fegurÖ íslenzkrar náttúru, svo sem
kvæðin Gunnarshólml og Fjallið Skjald-
hreiður. Og vinir hans vænta þess fast-
lega, að enn eigi hann miklu verki ólokiÖ
ísJenzkum bókmenntum og menningu til
heilla og blessunar.
Dvölin í Kaupmannahöfn hefur þó
ekki ávallt reynzt skáldinu og náttúru-
skoöaranum gleðigjafi. Einkum hefur
veturinn 1842—1843 veriö honum þung-
ur í skauti. Fátækt og heilsuleysi hafa
lagzt þungt á hann í skammdeginu, svo
að minna hefur orðið úr hinum vísinda-
legu stórvirkjum, sem hann hefur með