Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 80

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 80
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON: SUMAR Á SAURUM I Einn fagran síðsumarsdag árið 1843 tekur tæplega miðaldra maður sér far með póstvagninum, sem er í förum milli Kaupmannahafnar og Sóreyjar á Sjá- landi. Maður þessi er „gildur meðalmað- ur á hæð, þrekvaxinn og limaður vel, en heldur feitlaginn, herðamikill, baraxlað- ur, og nokkuð hálsstuttur, höfuðið held- ur í stærra lagi, jarpur á hár, mjúkhærð- ur, htt skeggjaÖur og dökkbrýnn. And- litið er þekkilegt, karlmannlegt og auÖ- kennilegt, ennið allmikið. Hann er rétt nefjaður og heldur digurnefjaður, gran- stæðið vítt, og vangarnir breiðir, kinn- beinin ekki há, munnurinn fallegur, var- irnar mátulegar þykkar. Hann er stór- eygður og móeygður" og ofurlítið dreym- andi á svipinn, þar sem hann hallar sér aftur í sætinu og virðir fyrir sér skrúð- klætt landið. Þessi maður, sem hér er á ferð, er Is- lendingurinn Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur. Hann hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn um margra ára skeið, bæði við nám og vísindastörf, en farið heim til Islands og ferðazt víða um landið í rannsóknarskyni nokkur und- anfarin sumur. Hann hefur gert marg- háttaðar, vísindalegar athuganir á nátt- úru landsins og jarðsögu þess, gróðri og dýralífi og safnað miklu af fornminjum og náttúrugripum. Ur þessum gögnum hefur hann svo unnið á veturna, bæði í Reykjavík og þó einkum í Kaupmanna- höfn. Mesta stórvirki, sem hann hefur með höndum um þessar mundir, er samn- ing íslandslýsingarinnar, sem Hið ís- lenzka bókmenntafélag hefur falið hon- um að rita, ásamt Jóni SigurÖssyni, for- seta. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í þjóðmálabaráttu landa sinna og annazt, ásamt þrem vinum sínum, útgáfu tímaritsins Fjölnis, sem borið hefur ís- lendingum nýjan andblæ frelsis og menn- ingar. En þessum fjölhæfa og gáfaða visinda- manni og náttúruskoðara er fleira til lista lagt. Hæst ber hann í hugum vina sinna og þeirra samlanda, sem andblær hins nýja tíma hefur snortið, sem mikiÖ skáld, Ijúflinginn, sem ekki á sinn líka. — Á rannsóknarferÖum sínum um landið hef- ur hann ort eða gert frumdrög að ýms- um snilldarkvæðum, sem birzt hafa í Fjölni og lýsa á ógleymanlegan hátt tign og fegurÖ íslenzkrar náttúru, svo sem kvæðin Gunnarshólml og Fjallið Skjald- hreiður. Og vinir hans vænta þess fast- lega, að enn eigi hann miklu verki ólokiÖ ísJenzkum bókmenntum og menningu til heilla og blessunar. Dvölin í Kaupmannahöfn hefur þó ekki ávallt reynzt skáldinu og náttúru- skoöaranum gleðigjafi. Einkum hefur veturinn 1842—1843 veriö honum þung- ur í skauti. Fátækt og heilsuleysi hafa lagzt þungt á hann í skammdeginu, svo að minna hefur orðið úr hinum vísinda- legu stórvirkjum, sem hann hefur með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.