Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 114
216
STURLA FRIÐRIKSSON
ANDVARI
holtshreppi, kom fram, að uppskera á
hektara hafði aukizt við uppþurrkunina
úr 9.4 heyhestum í 29.5 heyhesta eða ár-
lega um 20 heyhesta af hektara sex árum
eftir þurrkun. Sé gert ráð fyrir, að svipuð
uppskeruaukning hafi orðið á þeim 60
til 70 þúsund hekturum, sem framræstir
hafa verið um allt land, er urn að ræða
afrakstursaukningu fyrir úthaga, sem
nemur 1.2—1.4 milljónum heyhesta. A
þessu landi hefur orðið sú gróðurfars-
breyting til batnaðar, að meira er orðið
um grastegundir, sem nýtast betur en
hálfgrös mýrarinnar. — 1 tilrauninni á
HjarÖarfelli var breytingin frá 5% h'ut-
deild grasa í gróðrinum í 30% hlutdeild
grasa eftir 6 ára þurrkun. Sé þrátt fyrir
gróðurfarsbreytinguna aðeins reiknað með
40% nýtingu gróðursins, hefur þurrkunin
aukið nýtanlega fóðurframleiðslu mýr-
anna um ca. 500 þúsund heyhesta. —
Mætti nú geta sér þess til að nokkur fóð-
uraukning hafi orðið vegna uppþurrkun-
ar af skurðum vegagerðarinnar, vegna
áveitu og annarrar engjaræktunar svo og
sandgræðslu. Er erfitt að meta hver fóð-
uraukning hefur orðið af þessari ræktun,
en hér skal áætlað, að hún nemi árlega
200 þúsund hestum. Séu þessar tölur nú
lagðar við þá grundvallartölu fóðurs, sem
talin var falla til árlega af óræktuðu gróð-
urlendi, er um 2.9 milljónir nýtilegs gróð-
urs að ræða (2.2 -J- 0.7 = 2.9) eða fóður
fyrir fjárstofninn í fimm og hálfan mán-
uð. Vantar þá um 0.5 milljónir heyhesta
upp á beitarfóðrið, og svarar það til þess,
að allur fjárstofninn gangi um hálfsmán-
aðartíma að hausti og hálfan mánuð að
vori á ræktuðu landi eða alls einn mánuð
(0.65 X 800.00 = 520 þúsund hey-
hestar).
Utreikningar þessir, sem að sumu leyti
eru byggðir á líkum einum, sýna þá
hvernig landið getur borið 800 þúsund
fjár. En vitanlega verður enn að slá ótal
varnagla fyrir því, að ályktanir þessar
haldi. Enda þótt ýmsu kunni að skakka,
er augljóst, að meira en helmingur fóðurs
fyrir fjárstofninn er raunverulega feng-
inn af ræktuðu landi og afréttarbeitin er
að verða æ minni liður í fóðurframleiðsl-
unni. Sjá 7. mynd.
Ræktnnarviðhorfið.
Idver er þá aðstaða landsmanna í dag
til nytja hins villta gróðurlendis? Við bú-
um hér í hrjóstrugu landi á norðurtak-
mörkum hins byggilega heims í köldu
úthafsloftslagi með 20.000 km2 gróður-
lendis .Aðstæður eru hér ekki góðar fyrir
fræþroska plantnanna, aftur á móti dafn-
ar grængresi hér með ágætum, og miðað
við önnur suðlægari lönd helzt gróður
að jafnaði næringarríkari fram eftir sumri
og fram á haust heldur en í þeim löndurn,
sem búa við meiri sumarhita og þurrka
en við. Enda þótt mæld uppskera á flatar-
einingu hafi verið minni hér heldur en
meðal flestra annarra Evrópuþjóða, eru
kostirnir þeir, að uppskeran er jafnnær-
ingarríkari. Hins vegar er hún aðeins til-
tæk lítinn hluta árs miðað við lönd, sem
njóta mildra vetra.
Aðrar Evrópuþjóðir, sem við miðum
okkur við, bjuggu við svipað búskapar-
lag og við fram eftir öldum, þar sem þær
beittu búsmala sínum á óræktað land, en
flestar hafa að miklu leyti breytt því fvrir-
komulagi, og má heita, að víða sé nú
fóður fengið af ræktuðu landi. Nú er
röðin einnig komin að okkur. Séu þeir
útreikningar eitthvað nærri réttu lagi,
sem hér að framan hefur verið vikið að,
er augljóst, að ekki er unnt að fæða þjóð-
ina nema að litlu leyti með afurðum
fengnum af óræktuðu landi. Því er nauð-
synlegt að gera aukið átak í ræktunar-
málum sem viðbrögð við þeim beitar-