Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 98

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 98
200 STURLA FRIÐRIKSSON ANDVARI kom ekki og ekki heldur mannfall af sulti. Ber þess þó að gæta, að talsverður fólksflutningur varð úr landinu til Amer- íku á þessari öld, meðal annars vegna harðæris hér á landi. Það sem af er 20. öld má telja góðæri. Af framangreindu er fullljóst, að ár- ferðið hefur haft mikil áhrif á fjölgun landsmanna, og þá einkum vegna áhrifa á grasvöxdnn. 1 ummælum þeim, sem höfð eru hér að framan eftir Hannesi Finnssyni bisk- upi, kemur fram, að hann álítur landið hafa gengið það úr sér, að landjörðin geti þá ekki fætt eins marga og að undan- förnu. Vakna þá ýmsar spurningar til um- hugsunar. Svo sem, hvaða samræmi sé milli flatarmáls gróins lands og fólks- fjöldans, sem landið getur framfleytt. Hve gróðurlendið hafi verið víðlent og þjóðin þá verið mannmörg, eða hvort gróðurlendið hafi raunverulega gengið úr sér og þá, hve ört. Flatarmál gróins lands og U'ppblástnrs- hraðinn. Ymsar tilraunir hafa verið gerðar til þess að færa líkur að því, hvernig hér hafi verið umhorfs á landnámsöld. Hver gróður landsins hafi verið og að hve miklu leyti landið hafi verið hulið sam- felldum gróðri. Hafa bæði verið færð fram sagnfræðileg og náttúrufræðileg rök fyrir því, að gróðurlendið hafi verið stærra cn nú er, en mikið af því gróðurlendi hafi nú eyðzt. Skal hér drepið á nokkur atriði, sem lögð hafa verið fram því til sönnunar. Ber þá fyrst að telja, að í fornum rit- um allt frá dögum Ara fróða Þorgilssonar, er þess getið, að land hafi verið mun gróðurmeira áður fyrr. íslendingabók get- ur þess, að við landnám hafi ísland verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru. Síðari rit skýra síðan yfirleitt frá landeyðingu, þar sem gróðurfari er lýst. Skulu hér færð nokkur dæmi frá seinni öldum. í jarðarbók Orms Daðasonar sýslumanns í Dalasýslu 1730 er þess víða getið, að land fari versnandi þar í sýslu. „Fjalllendið er víða uppblásið af stórviðrum,“ segir hann, „og skriðrunnið." Og annars staðar segir hann: „Öll fjallshlíðin stórliga fordjörfuð af skriðum árlega og grjótkasti úr fjall- inu.“ Eða þannig: „Landið heim um sig er komið í svarðleysur, þar sem skógur- inn hefur verið hver nú er gjörevddur fyrir utan litinn fjalldrapa eða fúakvisti." Svipuð er lýsing Árna Magnússonar og Páls Vídalíns lögmanns í Jarðabók þeirra. Skulu hér og tekin nokkur dæmi úr um- sögnum þeirra: „Túninu grandar blástur, sandur og skriður í leysingum, og hefur um manna minni, jafnvel næstu 20 ár, tekið af því fjórða part.“ Eða svo: „Af beitilandinu halda menn þriðjung eydd- an og kominn í sand." Eða: „Túnunum grandar sandur að ofan, en sjávargangur að framan til stórmeina, so fyrir sjó er valla bænum óhætt.“ Og að lokum um skagfirzka kirkjujörð: „Túnið gengur af sjer so það er uppblásið í holt. Engjar spillast hjer af sands- og leirs- áburði úr lækjum." Fjöldi svipaðra lýsinga í eldri og yngri ritum er til um eyðingu jarða og jafnvel heilla byggðarlaga. Er að finna tilvitnanir í skrif um þetta efni í ritgerð- inni Uppblástur á íslandi í Ljósi Osku- lagarannsókna.1) Auk þessara heimilda benda örnefni til þess, að gróður hafi verið áður á þeim svæðum, sem eru örfoka. Má þar til dæmis nefna Fitjaskóga og Hólaskóga upp með Þjórsá, en á þeim svæðum sést nú eng- inn skógur og er land þar víða blásið. 1) Sigurður Þórarinsson 1961, Ársrit Skóg- ræktarfélags Islands, bls. 17—54.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.