Andvari - 01.10.1967, Page 5
JÓHANN HAFSTEIN:
THOR THORS
Hann var ástsæll af æskufélögum á skólaárum. en námsgáfur frábærar. Hann
var í fylkingarbrjósti ungra stjórnmálamanna, enda foringjahæfileikar ótvíræðir.
Hann var vinsæll og traustur alþingismaður, virtur af kjósendum sínum. Hann
var forvígismaður í atvinnulífi og viðskiptamálum. Hann var brautryðjandi sem
sendiherra íslands í Vesturálfu og „primus inter pares“ af sendiherrum hins
íslenzka lýðveldis. ITann var maður vænn yfirlitum, alvörugefinn að eðlisfari,
en glaður með glöðum, með hlýtt hjartalag og örlæti til hjálpar öðrum langt
umfram flesta.
Þetta eru nokkrar áf þeim einkunnum, er þeir, sem kynntust Thor Thors,
mundu gefa honum, fleiri af þeim eða færri, eftir því hversu náin kynnin voru,
en vinir hans mundu eflaust gefa þær allar og margar umfram, sem ýmsar væru
ekki minna virði.
*
Thor Haraldur Thors fæddist 26. nóvember 1903 í Reykjavík, sonur hjón-
anna Thors Jensen og Margrétar Þorbjargar Kristjánsdóttur bónda í Hraunhöfn
á Snæfellsnesi.
Þau foreldrar hans eru landskunn öllum þeim, sem vaxnir eru úr grasi, en
hin unga kynslóð þessa lands ætti að lesa ævisögu Thors Jensen í frásögn Valtýs
Stefánssonar, Morgunblaðsritstjóra, sem út kom í tveim bindum á vegum Bók-
fellsútgáfunnar h.f. í Reykjavík 1954. Mundi hún þá kynnast nýrri íslendinga-
sögu ungs drengs, sem sigldi slóðir víkinga frá Danmörku til íslands, umkomu-
laus með enga fjársjóði meðferðis utan eigin verðleika, og hóf verzlunamám í
Brydes-verzlun á Borðeyri. Um það leyti lék Margrét Þorbjörg að legg og skel
í Hraunhöfn. Hinn danski drengur átti eftir að verða einn bezti og athafna-
mesti íslendingur sinnar samtíðar, Thor og Margrét að lifa saman í löngu og
farsælu hjónabandi, eignast stóran barnahóp og heimili, sem stundum bjó við
þröngan kost, en í annan tíma við góð efni og meiri en íslendingar áttu að
venjast. Synirnir urðu miklir framtaksmenn og Ólafur Thors einn langfremsti
stjórnmálaskörungur landsins. En þetta er önnur saga.