Andvari

Árgangur

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 20

Andvari - 01.10.1967, Blaðsíða 20
122 JÓHANN HAFSTEIN ANDVARI Hinn merkasti þáttur í lífsstarfi Thors Thors og sá, sem halda mun nafni lians lengi á lofti, er sendiherrastarfið, fulltrúastarf hans á erlendri grund fyrir land og þjóð í aldarfjórðung. Á vissan hátt greinist sendiherrastarf Thors í tvo þætti, er markast af sendi- herrastarfinu á styrjaldarárununr og síðar, að styrjöld lokinni. Eins og síðar verður að vikið, var sendiherrastarfið á styrjaldarárunum óhemju margþætt og erfitt viðfangs af fjölþættum ástæðum, sem mótuðust af hinni algjöru, hlífðarlausu styrjöld, sem herjaði Evrópu og Atlantshafið, „þúsund rasta þjóð- brautina" til Norður-Ameríku, og síðar meir gjörvallan heim, að rneira eða minna leyti. En síðan var það margt, að styrjöld lokinni, sem varð þess vald- andi, að sendiherrastarf Thors í Vesturheimi hélt áfram að vera hið umfangs- rnesta og geysiþýðingarmikið fyrir ísland. Ber þar fyrst að nefna stofnun Sam- einuðu þjóðanna og þátttöku okkar í samstarfi þeirra, en jafnhliða allsherjar aukin samskipti þjóða, bæði af góðum og illum ástæðum eftir stríðið. Marshall- aðstoðin er langmerkasta framsýnisátak, sem sögur fara af, að sigrandi þjóð hafi beitt sér fyrir, til þess að byggja upp úr rústum eyðileggingar, og hlutdeild íslendinga í henni varð þeim mjög mikilvæg. Síðan kom stofnun Atlantshafs- bandalagsins 1949 og varnarsamningurinn við Bandaríkin 1951, en allt þetta og margt fleira orsakaði það, að sendiherrastarfið í Washington var áfram í brennidepli og hið afdrifaríkasta fyrir Islendinga, með hverjum hætti það vai rækt. Hin mikla heimssýning var haldin í New York 1939 og 1940. Thor Thors var formaður sýningarráðs íslands á heimssýningunni og leysti það starf af höndum með ágætum. Taldi hann sjálfur, að ræðismannsstarf hans og síðar sendiherrastarf í Bandaríkjunum, hefði verið afleiðing og framhald af for- mennsku hans í sýningarráðinu. Thor Thors hafði áður átt þess kost að fara í utanríkisþjónustuna. Þegar hann hafði lokið lögfræðiprófi 1926, lögðu þeir að honum, Jón Magnússon, forsætisráðherra og Sveinn Björnsson, síðar forseti íslands, en þáverandi sendi- herra Islands í Kaupmannahöfn, að gerast starfsmaður í utanríkisþjónustunni, en Thor sagði svo frá, að hann hefði ekki getað hugsað sér að eyða mörgum árum sem undirmaður í danskri utanríkisþjónustu, en Danir fóru þá með utanríkismál íslands, samkvæmt sambandslaga-samningnum frá 1. desember 1918. En síðar voru örlög Thors í utanríkisþjónustu ráðin, en þá var kornið að því, að íslendingar tóku meðferð utanríkismálanna í eigin hendur. Þann 1. ágúst 1940 var Thor Thors skipaður aðalræðismaður Islands í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.