Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 74

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 74
72 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI kemur skýrt fram hvern hlut Konráð ætlaði íslenskri tungu og hvernig hann taldi að hún væri á vegi stödd og hvað mætti gera henni til viðreisnar. í sama árgangi birtist einnig grein sem bar heitið Fjölnir þar sem gerð var grein fyrir stefnu og boðskap ritsins og vikið að þeirri gagnrýni sem Fjölnir hefði sætt. Ýmis ný viðhorf skutu þarna upp kollinum, t. a. m. um íslenskar þjóðsögur og menningarlegt gildi þeirra. Líklegast er að þetta sé frá Konráði komið sakir þekkingar hans á þýskri bókmenningu og kynna hans af starfi Grimmsbræðra í þjóðsagnasöfnun og málvísindum. Fjórði árgangurinn var jafnframt sá síðasti sem stofnendurnir fjórir stóðu að. Þeir báru ekki gæfu til samþykkis og örugglega hefir Konráð átt sína sök á að í sundur gekk, en bréf hans til Tómasar eru glötuð. Tómas gaf einn út fimmta árgang og eftir það lá útgáfan niðri um skeið, en félag var stofnað í Kaupmannahöfn til að halda henni áfram. Stafsetningin á Fjölni, sem við hann er kennd og Konráð var höfundur að, bakaði ritinu óvinsældir, enda var snúið aftur til fyrra horfs í þeim efnum. Varla hefir það verið að vilja Konráðs þó að þess verði ekki vart í fundabókum félagsins. Það leikur tæp- ast á tveimur tungum að frumsamið efni sem Konráð lagði Fjölni til hefir átt fæsta lesendur og notið minnstra vinsælda. Hins vegar gaf Björn M. Ólsen stafsetningarþáttum Konráðs þá einkunn að þeir væru fyrstu vísindalegu greinarnar frá hendi hans og hann kallaði ritdómana gullnámu fyrir þá sem vildu vanda mál sitt.2y Fátt er vitað um hvað Konráð vann fyrir Hið konung- lega norræna fornritafélag á þessum árum, en hugur hans var alltaf bundinn þeim fræðum og hann hafði aflað sér traustrar þekkingar í íslensku máli fornu og nýju á háskólaárum sínum. Því var það að hann sótti um styrkþega- stöðu við Árnasafn árið 1835 sem losnaði þegar Halldór Einarsson sýslumaður hvarf heim til íslands. Umsóknin er ein rækilegasta heimildin um hvað Konráð hafði nurnið í ís- lenskum fræðum fram til þess dags sem hann skrifaði hana. Orðabókarstarfs hjá Hallgrími Scheving er áður getið, en jafnframt getur Konráð þess að hann hafi ekki síður lagt rækt við málfræðirannsóknir og þar hafi að hluta til verið um sjálfsnám að ræða, en jafnframt hafi hann notið handleiðslu Hallgríms Schevings og aflað sér þekkingar af ritum R. Chr. Rasks. Þá getur hann þess að hann hafi snemma öðlast færni í að lesa gömul og torlesin pappírshandrit sem voru morandi í styttingum. Skinnbókum hafi hann hins vegar fyrst kynnst hjá Hallgrími Scheving og haldið áfram að vinna fyrir hann að orða- söfnun úr skinnbókum í bókasafni háskólans. Einnig nefnir hann að hann hafi lagt stund á indógermönsk mál með tilliti til skyldleika þeirra við ís- lensku. Umsókninni fylgdu vitnisburðir og meðmæli. Konráð nafngreinir prófessor Engelstoft, N. M. Petersen, síðar prófessor, og Þórð Jónasson. Engu að síður lyktaði málum á þá leið að Jón Sigurðsson var tekinn fram yfir hann og þar kann að hafa fallið fyrsta fræið sem óvild Konráðs á Jóni óx af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.