Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 82

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 82
80 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI neitt og eins fór um „rit um stafsetningu á íslensku máli“ sem hann bauð Hafnardeildinni til útgáfu á fundi 16. júní 1845.54 Konráð getur þessa einnig í bréfinu til Páls Melsteðs.55 Ekki leið á löngu þar til Konráð áformaði að nýju að setja saman aðra málfræði og í þetta skipti á dönsku og þýsku. Hann nefnir þetta í bréfi til föður síns 26. september 1850.56 Ekki er ljóst hvernig málin þróuðust, en á fundi í Hafnardeild Bókmenntafélagsins 29. nóvember 1851 býður hann fé- laginu að taka til prentunar íslenska málfræði sem gæti orðið allt að 40 örk- um og var það samþykkt af öllum.’'7 Hér fór á sömu leið og áður. Bókin kom aldrei út hjá félaginu, en stundum er að henni vikið í Samkomubók Hafnar- deildarinnar fram til ársins 1854. Hins vegar gerðist það árið 1858 að út kom Oldnordisk Formlœre I. Hefte á vegum Norræna fornritafélagsins og höfundur var Konráð Gíslason. Fram- haldið kom aldrei og Björn M. Ólsen telur að skoðanir Konráðs um ýmislegt í beygingafræðinni hafi breyst eftir að hann gaf heftið út. „Samt sem áður bar hljóðfræðin í þessu hefti langt af öllu því, sem þangað til hafði sést um það efni“ var dómur Bjarnar.58 Það kann einnig að hafa valdið nokkru um að á þessum árum var Konráð á ríkisstyrk við að semja fornnorræna orðabók sem áður er um getið og lét önnur viðfangsefni siíja á hakanum og má ætla að málfræðin hafi goldið þess, en Björn M. Ólsen virðist lítið eða ekkert hafa vitað um undirbúningsvinnu Konráðs að þessu mikla verki. Eftir þetta lét Konráð af öllum áformum um að setja saman íslenska málfræði hvort heldur handa íslendingum eða öðrum þjóðum. Til þess urðu hinir ólíklegustu menn. T. a. m. kom út íslensk málfræði á rússnesku eftir Stefan Sabinin, hirðprófast í Weimar, um miðja öldina og þótti slíkt nokkrum tíðindum sæta.59 VII Framan af ævi virðist Konráð Gíslason ekki hafa haft mikinn áhuga á ís- lenskum kveðskap fornum. Hugur hans beindist þá miklu fremur að skáld- skap Grikkja og Rómverja og ljóðagerð samtímans. Pegar hann vann að út- gáfu Fóstbræðra sögu um miðja öldina leitaði hann til Sveinbjarnar Egilssonar út af vísunum í sögunni. Konráð bað Sveinbjörn að færa þær til rétts máls og senda sér ásamt skýringum.60 Þetta er í fyrsta skiptið sem rann- sóknir á fornum kveðskap ber á góma í bréfum Konráðs. Síðar átti umræðan um fornkvæðin og skýringar á þeim eftir að verða hið síendurtekna stef. Lexicon poeticum kom út á árunum 1854-60. Við útkomu þess gjör- breyttist öll aðstaða við rannsóknir á íslensku skáldamáli. Finnur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.