Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 80

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 80
78 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI Kálund og Guðmundur Þorláksson sömdu nafnaskrár. Dr. Einar Ólafur Sveinsson lýsir textameðferð Konráðs svo: „. . . hann er grundvallaður á R (Reykjabók) með samanburði skinnhandritanna, og er orðamunur neðan- máls, gerður af frábærri vandvirkni; í textanum hverfur K. G. frá R, hvenær sem honum þykir annað betur fara“.43 Meðal fræðimanna síðari tíma hefir þessi vinnuaðferð sætt gagnrýni. Njáluútgáfa Konráðs var sama marki brennd og fyrsta útgáfa hans á Hrafnkels sögu hálfri öld áður, þar sem hann lagði hvorki eitt handrit til grundvallar né valdi þann texta sem handrita- rannsókn benti til að væri upprunalegastur, heldur var textinn fenginn úr ýmsum áttum eftir geðþótta. VI í bréfi sem Konráð skrifaði föður sínum 14. mars 1830 talar hann um að hann sé hneigðastur til að læra nýju málin og til málfræðinnar yfir höfuð.44 Hinn 15. nóvember vék hann aftur að málfræðiáhuga sínum í bréfi til föður síns og segir þá: „Eg finn mig sjálfur, enn sem komið er, einna helst lagaðan fyrir málfræðina, og eftir því ætti eg (ef g. 1.) utanlands að taka examen philosophicum magnum o: það stóra heimspekilega examen“.45 Þegar Konráð kom til Hafnarháskóla opnuðust nýjar leiðir til að sinna þessu hugðarefni. Áður er getið að hannsótti tímahjá Rask og lagði sigmjög eftir þýskri tungu. Af vitnisburði sem J. N. Madvig prófessor gaf honum, og fylgdi umsókn Konráðs um kennaraembætti við Lærða skólann 6. desember 1843, er ljóst að Konráð hefir þá þegar notið mikils álits sem efni í vísinda- mann.46 Eftir að hann hætti námi í lögfræði virðist hann hafa hugleitt frekara nám í öðrum greinum. Öðru vísi er tæpast hægt að skilja orð hans í bréfi til ísleifs Einarssonar 17. mars 1836: „. . . samt sem áður ætla eg, með guðs hjálp, á hálfu öðru ári frá vorinu, sem nú fer í hönd, að hafa náð því tak- marki, sem eg hef nú fyrir augum, og álít mér ómissandi, til að geta komið einhvurju til leiðar við landa mína. Þeir heimta „Autoritet“, svo skynsamir sem þeir annars eru“.47 í næsta bréfi til ísleifs, 11. maí 1836, er eins og allur vindur sé úr seglum enda þótt af því megi ráða að ísleifur og Scheving hafi ekki sleppt af honuin hendinni með öllu. Þar segir Konráð: „Eg sé, það er ykkar beggja ráð, að eg taki „philologicum“; en það er eins fyrir mér og þeim sem staddur er á eyði- mörku, að hann leitar þangað, sem skemmst er til mannabygða, einkanlega ef hann skortir föng til að fara annan og lengra veg“.48 Þessi orð virðast benda til að hann hafi heykst á að hefja háskólanám að nýju í málfræði. Ekki er vitað hvenær sú hugmynd fæddist hjá Konráði Gíslasyni að semja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.