Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 92
90
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
ar 1891 Kl. 6 Fm.“ á dánartilkynninguna. Síðan skrifaði Sophie Wilhelmine
Heboe nafn sitt undir.110
Konráð Gíslason var jarðaður 9. janúar og er gröf hans í Assistenskirkju-
garðinum þar sem þeir Jónas og Brynjólfur hvíldu, en Árnanefnd setti stein
á leiðið.
X
Án efa hefir Konráð Gíslason skynjað þá virðingu sem Fjölnir og boð-
skapur hans naut hjá íslensku þjóðinni þegar á ævina leið. Hins vegar fundu
ungu mennirnir sem hittu hann á gamals aldri fátt í fari hans sem minnti á
hinn unga, baráttuglaða og byltingarsinnaða Fjölnismann. Konráð hafði
ætlað sér að skrifa sögu Fjölnis, en brenndi handritið jafnóðum, hvað sem
valdið hefir. Samt var grunnt á glettninni þegar hann bauð þeim heim til sín
Magnúsi Eiríkssyni og Benedikt Gröndal og brá á glímu við hinn fyrr-
nefnda.111 Jóni Ólafssyni þótti hins vegar lítið gaman að tala við hann um
þjóðfélagsmál og missti alla löngun til að hitta hann.112 Konráð skipaði sér í
sveit með hægri mönnum í Danmörku og sótti um inngöngu í „Höires
Arbeider- og Vælgerforening“ 24. nóvember 1882 með bréfi til C. Plougs,
fyrrum ritstjóra Fædrelandets. Raunar virðist hann aldrei hafa haft mikinn
áhuga á stjórnmálum og fáum sögum fer af framgöngu hans á Grundvallar-
lagaþinginu 1848-49 þar sem hann var til kvaddur af konungi að taka sæti
fyrir íslands hönd. Andúðin á Jóni Sigurðssyni og fylgjendum hans hefir þar
gert sitt til. Konráð var mjög dáður meðal eldri Hafnar-íslendinga sakir
gáfna og persónutöfra. Faðan barst aðdáunin heim til íslands ekki síst vegna
þess að um langt skeið voru kennarar Lærða skólans mótaðir af viðhorfi hans
til íslenskrar tungu og hreinsunar og fegrunar móðurmálsins.
Benedikt Gröndal lýsir honum á þessa leið: „Konráð var ekki hár meðal-
maður, grannleitur og skarpleitur, þunnvaxinn og fríður í andliti, kolsvartur
á hár og skegg, en varð fljótt gráhærður; hendur og fætur mjög litlir og fínir,
og að öllu var hann hinn mesti snyrtimaður, eins í klæðaburði, en samt eng-
inn spjátrungur“.113
í dag er hans minnst vegna starfa sinna við að vernda og fegra tungu feðra
sinna. Pó að margt hafi breyst síðan hann var á dögum, er nafn hans jafnan
nefnt þegar geta skal þeirra sem mest og best hafa unnið að því að vernda og
glæða lotningu og virðing fyrir máli voru og þjóðmenningu á horfinni öld.