Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 48

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 48
VÉSTEINN ÓLASON Jórvíkurför í Egils sögu: Búandkarl gegn konungi I Menn hafa löngum velt vöngum yfir Jórvíkurför Egils Skallagrímssonar. Ætlaði hann sér að fara til Eiríks í Jórvík eða lenti hann þangað fyrir tilvilj- un? Rak hann nokkur nauður til að fara á fund Eiríks þótt hann hefði brotið skip sitt í Humrumynni? Kom hann frá íslandi eða Noregi? Var hann búinn að yrkja Höfuðlausn áður en hann fór af stað til Englands eða var kvæðið ort á einni nóttu eins og sagan segir? Fræðimenn sem spurt hafa þessara spurn- inga hafa einkum verið að velta fyrir sér raunverulegum atburðum, sem þeir gera ráð fyrir að sagt sé frá í Egils sögu.1 Lítil ástæða er til að efast um að til hafi verið á 10. öld íslenskt skáld sem hét Egill Skallagrímsson og að einhver hluti af þeim skáldskap sem honum er eignaður í Egils sögu sé í raun og veru eftir hann. Það er líka eðlilegt að gera ráð fyrir að eitthvað af því sem frá Agli segir í sögu hans komi heim og saman við raunveruleikann. Það getur þó ekki talist mjög mikilvægt frá sagnfræði- legu sjónarmiði hvort maður þessi heimsótti í raun og veru Eirík blóðöx í Jórvík og flutti honum lofkvæði við svipaðar aðstæður og sagan segir. Sagan sjálf er hins vegar merkilegt sögulegt fyrirbæri, bæði vegna kveðskaparins sem hún varðveitir og að hluta til mun vera frá 10. öld og vegna þess að hún er eitt ágætasta dæmi um forna sagnaritun íslenska. Ef við spyrjum hvaða vitneskju sé að hafa úr vísum og kvæðum sögunnar um heimsókn Egils í Jórvík, kemur í ljós að hún er af skornum skammti og stundum tvíræð. Mikilvægasta heimildin er Arinbjarnarkviða sem líklegt verður að telja að sé í raun og veru forn og réttilega eignuð Agli frá Borg. Af kvæðinu má ráða að Egill hafi bakað sér reiði Eiríks en hert upp hugann og heimsótt konung sem horfði reiðilega á hann. Samt dirfðist hann að færa konungi kvæði og hlaut höfuð sitt að launum. í þessari hættu naut hann stuðnings tryggs vinar síns Arinbjarnar. Lausavísur 33-36 í sögunni víkja að sömu atvikum, og í 36. vísu segir skáldið að hann hafi verið orðinn þreyttur á reiði konungs þegar hann fór að heimsækja hann. Alræmt er hve óljóst kvæðið Höfuðlausn er í öllum frásögnum. Par segir fyrst að skáldið hafi ferð- ast vestur yfir hafið og hafi hrundið skipi sínu á flot að vorlagi og fermt það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.