Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 78

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 78
76 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI sé að miklu leyti sitt verk. I núverandi mynd sé hún raunalegt dæmi um aftur- för hvað vandvirkni varðar - et s0rgeligt Exempel paa Tilbagegang i kritisk Henseende. Viðbæturnar sé einkum fólgnar í orðum og talsháttum síðari tíma, ásamt tilvísunarlausum sérnöfnum. Eftir þessa yfirferð komst Konráð að þeirri niðurstöðu að allar þessar orða- bækur séu einungis - Brudstykker af et fuldstœndigt Lexicon. Lexicon poet- icum taki aðeins til fornnorræns kveðskapar, en hinar fjórar spanni ein- göngu óbundið mál að hluta til. Eftir sem áður hafi ákveðnir þættir norræns máls, sem hafi menningarsögulegt gildi, orðið útundan. Pað hefir farið næsta hljótt að Konráð var með þessa orðabók í smíðum. Samt hefir hann sagt Hallgrími Scheving frá henni og hann spyr Konráð frétta af hvernig gangi að þoka verkinu áfram. Hann virðist hafa sótt verkið fast fyrstu árin því að í bréfi 29. mars 1859 til kirkju- og kennslumálaráðu- neytisins segir hann að vegna orðabókarvinnunnar verði önnur viðfangsefni að mæta afgangi. í síðasta bréfi sínu til ráðuneytisins sem vitnað er til hér að framan hreyfði Konráð því að fá Eirík Jónsson fyrir aðstoðarmann, en það hefir hann tæplega gert án þess að hafa kynnt Eiríki starfið, en úr þeirri ráðn- ingu varð ekkert eftir því sem best er vitað. V Þegar Konráð Gíslason kom til Kaupmannahafnar hafði útgáfa íslenskra fornrita staðið í blóma í hálfa öld á Norðurlöndum og breiðst þaðan til ann- arra landa. Útgáfustarfsemin kallaði á vinnandi hendur og þekkingu og Konráð Gíslason var óvenju vel að sér um margt sem laut að rannsóknum og útgáfustarfsemi þegar hann kom til Kaupmannahafnar. Engu að síður leið og beið uns honum voru falin slík verk á hendur. Hrafnkels saga var fyrsta fornritið sem Konráð bjó til prentunar ásamt Thorsen eins og áður getur. Hún kom út 1839 og var þá talin marka tímamót sakir vandaðra vinnubragða og samanburðar á handritum sögunnar. Jón Helgason prófessor hefir hins vegar kveðið upp fremur neikvæðan dóm um vinnubrögð þeirra félaga. Mynstershugleiðingar komu út á sama ári og Hrafnkels saga. borgeir Guðmundsson var útgefandinn, en þýðingin var unnin af Brynjólfi, Jónasi og Konráði. Hann getur þýðingarinnar í áðurnefndri greinargerð sem fylgdi umsókninni um lektorsembættið 1847 og segir þar að markmiðið hafi verið að „give det religiöse Sprog i Island et nyt Opsving“. Konráð getur þess einnig að ritið sé nú mjög útbreitt á íslandi og njóti mikilla vinsælda.39 Eftir það er ekki kunnugt um að Konráð hafi fengist við þýðingar svo að orð væri á gerandi. Mynstershugleiðingar voru lengi húslestrarbók á íslandi og hafa ör- ugglega haft sín áhrif á málfar þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.