Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 50

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 50
48 VÉSTEINN ÓLASON ANDVARI er fráleit tilhugsun að víkingakonungur sem var svo ókvalráður í manndráp - um að hann hafði ekki látið sig muna um að drepa eða láta drepa sína eigin bræður, hafi þegið lofkvæöi af bóndasyni, sem drepið hafði son hans og nítt hann sjálfan og drottningu hans, og síðan látið mann þennan sleppa lífs af fundi sínum. Enginn maður með fullu viti hefði heldur lagt líf sitt í slíka hættu sem Egill gerir í sögunni. En Egils saga er ekki raunsæ frásögn, og tilgangslaust er að mæla athafnir persónanna á mælikvarða heilbrigðrar skynsemi. Skapgerð Egils og athafnir í sögunni eru gáta sem krefst túlkunar í ljósi bókmenntagreinar og hugmyndafræði þess tíma þegar sagan varð til. Markmið þessarar greinar er að ræða ástæður fyrir Jórvíkurför Egils eða öllu heldur stöðu og þýðingu þessa þáttar í sögunni sem heild og reyna síðan á þeim grunni að skýrastöðusögunnar í bókmenntum ogmenningu 13. aldar. II Staða Jórvíkurferðar í frásagnargerð Egils sögu er alveg ljós. Meginefni sög- unnar eru deilur norskrar og síðan íslenskrar bændaættar við norsku kon- ungsættina og þeim lýkur á hefðbundinn hátt með sættum í Jórvík. Sættirnar í Jórvík eru að vísu yfirborðslegar — „þetta er engi sætt við mik né sonu mína ok enga frændur vára þá sem réttar vilja reka,“ segir Eiríkur að lyktum — en þær binda þó formlega enda á þessar deilur, og Egill nær í framhaldi af þeim rétti sínum í Noregi. Mjög losnar um byggingu sögunnar eftir þetta; eitt atvik í ævi Egils tekur við af öðru án röklegra tengsla: ættadeilusaga verður ævi- saga. Hægt er að skilgreina þessi meginátök Egils sögu sem ættadeilur4, en þó hafa þær sérstöðu meðal þeirra ættadeilna sem sagt er frá í íslendingasögum. Þar standa deilur milli bænda eða bændahöfðingja sem standa á sama þrepi þjóðfélagsstigans. í Eglu deila bændahöfðingjar við konungsætt, og er helst hliðstæður að finna í konungasögum, og þá einkum í Ólafs sögu helga eins og Snorri segir hana, þar sem hinar fjölþættu deilur konungs við bændahöfð- ingja á Noregsströndum draga hann til falls. Þegar reynt er að átta sig á frásagnargerð Egils sögu getur verið heppilegt að sjá hana í ljósi tveggja atburðamynstra, deilumynsturs og ferðamynsturs, sem fræðimenn hafa notað við greiningu íslendingasagna.'1 Deilumynstrið kemur fram í átökum milli tveggja ætta eða bandalaga: átök magnast uns þau ná hámarki með mannvígum sem síðan kalla á hefndir, en að lokum lýkur atburðafléttunni með sættum milli aðilja. í ferðamynstrinu, sem er hluti sumra íslendingasagna en ríkjandi í þáttum, segir frá ferð íslendings utan þar sem hann þarf að standast ýmsar prófraunir sem leiða til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.