Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 133

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 133
ANDVARI „SÖNGUR ER í SÁLU MINNI“ 131 VIII Annar þáttur ritgerðarinnar bendir til fyrstu frétta af störfum guðspekinga og þeirri stefnu (theosofi), sem hefur verið við lýði hér á landi frá því á fyrstu áratugum þessarar aldar. Er þó ljóst að guðspekinpar hefur gætt minna hér en spíritismans, sem mér virðist að Sigurjón hafi ekki aðhyllst en sýnt þó áhuga, eins og síðar kemur fram. Vegna grósku spíritismans og mikils framgangs hans hér á landi allt frá upphafi aldarinnar, hefur samband þessara andlegu hreyfinga þó oft verið náið. Jón Helgason biskup gerir grein fyrir þeim í lok íslenskrar kristnisögu (II. bindi, Rvík 1928) og finnst mér þar vel á málum haldið í stuttri greinargerð: „Loks hafa nýjar andlegar hreyfingar eins og Spiritismi, eða sálarrann- sóknir, og guðspeki (theosofi) rutt sér allmikið til rúms síðasta mannsaldur- inn. Sérstaklega hefir hin fyrnefnda hreyfing ekki óvíða unnið sér fylgi manna, sem þrá vitneskju um afdrif látinna ástvina og fullar sannanir fyrir framhaldstilveru sálarinnar fyrir handan gröf og dauða. Sálarrannsóknamenn halda því fram, að vísindalegar sannanir fyrir þessu séu þegar fengnar, en því vilja andstæðingar þeirra ekki samsinna. Þeir gera ennfremur mikið úr því, hver ávinningur það sé fyrir kirkjuna, að rannsóknir eins og þær, er þeir hafa með höndum, séu gerðar, en kirkjunnar menn staðhæfa þar aftur á móti, að fyrir kristna menn sé spurningin um annað líf ekki hið mikla meginatriði, heldur spurningin um eilíft líf, en það sé þeim, sem trúa, gefið í drotni vorum Jesú Kristi, og þar verði engum rannsóknum eða sönnunum komið að. Guð- spekistefnan hefir og unnið nokkurt fylgi hér á landi, þrátt fyrir það sambland trúar og indverskrar heimspeki og launspeki, sem þar á sér stað, og stað- hæfingar um endurholdgun, sem þar er haldið fram. Guðspekistefnan fylgir því fastlega fram að nýr Messías eða „heimsfræðari“ sé væntanlegur innan skamms og sé enda þegar fæddur. Afstaða beggja þessara stefna til kristin- dómsins er, eins og þær birtast hér á landi, sú, að þær viðurkenna kristindóm- inn, en þar sem sálarrannsóknamenn vilja álíta trúarstefnu sína náskylda frumkristni postulatímabilsins og algerlega í anda hennar og nota því niður- stöður sálarrannsóknanna sem sönnun fyrir stórmerkjum Nýja testamentisins, þá álítur guðspekistefnan sig komna lengra en kristindómurinn og telur hann óæðri tegund átrúnaðar en þá, sem guðspekistefnan hafi á boðstólum. En eins og kirkjunnar menn halda fram, gagnvart sálarrannsóknamönnum, trúnni á eilíft líf í Jesú Kristi sem hinu mikla meginatriði í sambandi við framhald lífsins, eins halda þeir fast við það gagnvart staðhæfingum guðspekisinna, að allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar, sem oss varða, séu oss þegar gefnir í Jesú Kristi, svo að frekari fræðslu sé ekki að vænta úr neinni annari átt“. Það er raunar athyglisvert, að þetta svar biskupsins er í fullu gildi rúmum sex áratugum síðar. Sumir kirkjunnar menn vilja þó sjálfsagt kveða fastar að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.