Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 72
70
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
1836, en síðasta bréf Konráðs til ísleifs á Brekku er skrifað 4. júní 1836 á
„Borchs collegio“ nr. 16. Konráð hafði kynnst dönskum manni, P. K. Thor-
sen að nafni sem hafði þá á hendi umsjón á þessum nafnfræga stúdentagarði.
Hann nam íslensku af Konráði og í framhaldi af því gáfu þeir út Hrafnkels
sögu árið 1839. Af bókum garðprófasta á Borchs collegio er ekki að sjá að
Konráð hafi búið þar því að nafn hans er þar hvergi skráð. Hitt má vera að
hann hafi haft þar eitthvert athvarf í skjóli Thorsens þetta vor.
Það virðist hafa verið nokkuð jafnsnemma að Konráð fór af Garði og
hann hætti námi í lögfræði. Hann gerði grein fyrir ástæðum þeirrar ákvörð-
unar í bréfi til ísleifs Einarssonar 17. mars 1836. Af orðum Konráðs í bréfinu
má berlega ráða að sú breytni hafi verið mjög gegn vilja ísleifs. „Fjölnir,
Skírnir, og lögun á tveimur öðrum smábókum, ásamt flestöllum korrektúr-
unum, auk þess sem eg hef haft að gera fyrir norræna fornfræðafélagið, og
auk þess sem eg hef sagt fáeinum til - þetta alltsaman hefur í vetur tekið upp
tíma fyrir mér“, skrifaði hann ísleifi í framhaldi af því að hann lýsti því yfir
að honum mundi aldrei koma til hugar að hverfa aftur til laganna.27
Lítið er vitað um sum þau störf sem Konráð tíundar hér. Hann var
Brynjólfi Benediktsen til aðstoðar við að gefa út rit Sigurðar Breiðfjörðs,
Frá Grœnlandi, og einnig lagði hann hönd að verki við útgáfu Sundreglna
prófessors Nachtegalls sem báðar komu út árið 1836. Þá voru þeir Jónas
Hallgrímsson fengnir til að skrifa fréttirnar í Skírni 1836 og þær skera sig
mjög úr sakir uppsetningar þeirra og hvernig frá er sagt að ógleymdri staf-
setningunni sem var hin sama og á Fjölni. E. t. v. má greina áhrif frá Heine
bæði í frásagnarhætti og hve höfundar taka eindregna afstöðu með öllum
frelsishræringum og snúast jafnframt öndverðir gegn ófrelsi og kúgun.
Það hefir verið skrifað svo margt um Fjölni og áhrif hans að það væri að
bera í bakkafullan lækinn að setja á langar ræður um áhrif hans og
stefnumið. Konráð valdi sér þar mjög afmarkað svið með stafsetningar-
greinum sínum og ritdómum. í umsókn sinni um styrkþegastöðuna við
Arnasafn 16. maí 1835 getur hann þess að hann hafi lagt rækt við íslenskt mál
og æft sig í að skrifa það svo hreint og rétt sem mögulegt væri. Auk þess
þýddi hann ásamt Jónasi ýmislegt í fyrstu árgöngunum þar sem
þýskukunnátta hans og þekking á eigin máli kom í góðar þarfir.
í greinargerð sem Konráð lét fylgja umsókn um lektorsstöðu í fornnor-
rænu við Kaupmannahafnarháskóla 13. desember 1847 vék hann að útgáfu
Fjölnis og hvað hann hafi lagt þar til málanna og nefnir þýðingar og greinar
um málfræðileg efni. Auk þess hafi hann haft umsjón með stíl ritsins sem hafi
hlotið almenna viðurkenningu.28
í fjórða árgangi Fjölnis birtist grein eftir Konráð sem bar heitið „Ágrip af
ræðu áhrærandi íslenskuna“ og var flutt sem erindi á fundi nokkurra íslend-
inga í Kaupmannahöfn árið 1837. Hún er allrar athygli verð sakir þess að þar