Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 144

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 144
142 EYSTEINN ÞORVALDSSON ANDVARI Bernskustöðvarnar í ljóðunum eru sveitabær sem farinn er í eyði. Híbýlin hafa verið yfirgefin en fánýtir hlutir skildir eftir. Par eimir þó eftir af fólki, lífi og starfi í endurminningunni. Þar er hlaðvarpinn, baðstofukytran, kistill og snúður, leggur og skel, gömul lukt, amboð, hagldir, ullarlykt, horna- glamm, tif klukkunnar og söngur skilvindunnar. Allt er þetta þarna enn og talar sínum táknum þegar förumaður snýr heim aftur í heimsókn. Þessar bernskuheimsóknir virðast ekki stafa af fortíðarþrá heldur eru þær viðleitni til sjálfskönnunar og leit að skýringu á lífstilganginum. Hvað er þá orðið okkar starf? Hvað hefur áunnist og aflast á lifaðri ævi? Getur maður metið það frekar með því að leita að glötuðum tíma? Einfaldleiki, kyrrð, staðfesta og fallvelti andspænis tilveru þess sem frá þessu hvarf í flugastraum borgarlífs og tækni. Þessi efnisflokkur er einn hinn fyrirferðarmesti í ljóðum Baldurs og þetta eru yfirleitt einfaldari og aðgengilegri ljóð á yfirborðinu en önnur í hans bókum. í þeim eru gjarnan beinar myndir, og fólk, hlutir og umhverfi eru séð með augum barns; öll skynjun verður barnslega fersk á ný þegar hinna týndu gulla er vitjað og rifjaðir upp leikir, sögur og orðfæri fólksins. En við nánari kynni reynast hlutir og staðir vera hlaðnir dýpri rök- um eins og áður segir. Þessar ljóðaheimsóknir til bernskunnar hefur skáldið stundað alla tíð. Pað er alltaf á leið heim aftur en hefur þó fyrir löngu gert sér grein fyrir því að þangað er í raun engin endurkomuleið. Þrátt fyrir allar ferðirnar er hinn leit- andi hugur alltaf að fjarlægast bernskuna. Strax í Gestastofu er þetta ljóst. Þar segir í öndverðri bók (Stilla) frá kistli og snúð sem semja á fjalagólfi í heimkynnum bernskunnar. í kistlinum eru væntanlega geymd dýrmætin en snúðurinn er tákn hverfulleikans eins og fyrr. í Heimkomu er förumaður enn á leið heim, og nú í félagsskap vinda sem brynna fákum við jökulfljótið. Hann fær „undarlegt hugboð að kistill sé tekinn að loga“. Og ljóðinu lýkur svo: Drukkin er móðan. Það urgar í mélum. Pú heldur þurrum fótum yfir og lítur um öxl, sérð eldstólpa risinn á sandinum, heyrir í blænum hvíslað: þetta er önnur stjarna (Gestastofa, bls. 59) f nýjustu ljóðabókinni eru einnig mörg ljóð um bernskuvitjanir. Enn situr gesturinn í gömlu baðstofunni hjá gömlu búshlutunum, nýtur útsýnisins frá bænum og rifjar upp minningar um menn og dýr. Bernskan er lifuð á ný því að nær öll frásögn er í nútíð eða núliðinni tíð. Eitt ljóðanna, sem heitir Nú, er líka til vitnis um þá staðreynd að ferðalangurinn fjarlægist stöðugt bernsku- heiminn og er raunar kominn í órafjarlægð frá honum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.