Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 144
142
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Bernskustöðvarnar í ljóðunum eru sveitabær sem farinn er í eyði. Híbýlin
hafa verið yfirgefin en fánýtir hlutir skildir eftir. Par eimir þó eftir af fólki,
lífi og starfi í endurminningunni. Þar er hlaðvarpinn, baðstofukytran, kistill
og snúður, leggur og skel, gömul lukt, amboð, hagldir, ullarlykt, horna-
glamm, tif klukkunnar og söngur skilvindunnar. Allt er þetta þarna enn og
talar sínum táknum þegar förumaður snýr heim aftur í heimsókn.
Þessar bernskuheimsóknir virðast ekki stafa af fortíðarþrá heldur eru þær
viðleitni til sjálfskönnunar og leit að skýringu á lífstilganginum. Hvað er þá
orðið okkar starf? Hvað hefur áunnist og aflast á lifaðri ævi? Getur maður
metið það frekar með því að leita að glötuðum tíma? Einfaldleiki, kyrrð,
staðfesta og fallvelti andspænis tilveru þess sem frá þessu hvarf í flugastraum
borgarlífs og tækni. Þessi efnisflokkur er einn hinn fyrirferðarmesti í ljóðum
Baldurs og þetta eru yfirleitt einfaldari og aðgengilegri ljóð á yfirborðinu en
önnur í hans bókum. í þeim eru gjarnan beinar myndir, og fólk, hlutir og
umhverfi eru séð með augum barns; öll skynjun verður barnslega fersk á ný
þegar hinna týndu gulla er vitjað og rifjaðir upp leikir, sögur og orðfæri
fólksins. En við nánari kynni reynast hlutir og staðir vera hlaðnir dýpri rök-
um eins og áður segir.
Þessar ljóðaheimsóknir til bernskunnar hefur skáldið stundað alla tíð.
Pað er alltaf á leið heim aftur en hefur þó fyrir löngu gert sér grein fyrir því að
þangað er í raun engin endurkomuleið. Þrátt fyrir allar ferðirnar er hinn leit-
andi hugur alltaf að fjarlægast bernskuna. Strax í Gestastofu er þetta ljóst.
Þar segir í öndverðri bók (Stilla) frá kistli og snúð sem semja á fjalagólfi í
heimkynnum bernskunnar. í kistlinum eru væntanlega geymd dýrmætin en
snúðurinn er tákn hverfulleikans eins og fyrr. í Heimkomu er förumaður enn
á leið heim, og nú í félagsskap vinda sem brynna fákum við jökulfljótið.
Hann fær „undarlegt hugboð að kistill sé tekinn að loga“. Og ljóðinu lýkur
svo:
Drukkin er móðan. Það urgar í mélum. Pú heldur
þurrum fótum yfir og lítur um öxl,
sérð eldstólpa risinn á sandinum, heyrir í blænum
hvíslað:
þetta er önnur stjarna
(Gestastofa, bls. 59)
f nýjustu ljóðabókinni eru einnig mörg ljóð um bernskuvitjanir. Enn situr
gesturinn í gömlu baðstofunni hjá gömlu búshlutunum, nýtur útsýnisins frá
bænum og rifjar upp minningar um menn og dýr. Bernskan er lifuð á ný því
að nær öll frásögn er í nútíð eða núliðinni tíð. Eitt ljóðanna, sem heitir Nú, er
líka til vitnis um þá staðreynd að ferðalangurinn fjarlægist stöðugt bernsku-
heiminn og er raunar kominn í órafjarlægð frá honum: