Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 132

Andvari - 01.01.1991, Side 132
130 BOLLI GÚSTAVSSON ANDVARI sýnist einkenna skoðanir og lífshætti Sigurjóns, að ögun skapgerðar skipti meginmáli fyrir eilífðarheill mannsins. Og únítarar telja að mannkynið sé á sífelldu framfaraskeiði og nálgist meir og meir fullkomnunartakmarkið. Þeir hafna lærdómi kirkjunnar um syndina, um þrenninguna, um fórnardauða Krists og um hjálpræðið fyrir tilverknað hans. Þessu til viðbótar má geta þess, að samband fólks í Þingeyjarsýslum var mikið vestur um haf, þar sem menn kynntust snemma þessum frjálslyndu skoðunum, sem nefndu sig kristnar, en voru raunar úr tengslum við grundvallaratriði trúfræði evangelisk-lúterskrar kristni. Hér hef ég hætt mér út á þann hála ís að impra á máli, sem er næsta for- vitnilegt, viðamikið og krefst nákvæmra sögulegra rannsókna. En óneitanlega sýnist mér, að áhrif þessarar trúarstefnu hafi verið miklu meiri, a.m.k. í ákveðnum héruðum hér á landi, en menn almennt ætla. Þegar Sigurjón Friðjónsson kemur í Einarsstaði til þess að kenna veturinn 1890-91, þá er séra Matthías Eggertsson nýfluttur þaðan að Helgastöðum, eftir að hafa setið þar í sambýli við Harald bónda og Ásrúnu frá haustinu 1888. Þarna þjónaði hann áfram til ársins 1895, að hann fluttist til Grímseyjar, og var ekki löng leiðin milli Helgastaða og Einarsstaða. Sennilegt er, að prest- ur hafi átt bókakost, sem unga fólkið fékk að njóta, og jafnframt hafi þá ýms- ar nýstárlegar bækur og ekki síður tímarit borist sr. Matthíasi af borði frænda hans og nafna á Akureyri. Hitt er ljóst, að erfitt mun reynast að hafa upp á því, hvaðan Sigurjóni Friðjónssyni kom sá fróðleikur, sem hann kynnti í Aðaldælingi á einmánuði 1891. Sérstaklega á það við um kynningu á Bókinni um veginn eftir Lao-Tse. Sú bók kom fyrst út í Reykjavík 1921 (útg. Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar) í þýðingu Jakobs Jóh. Smára og Yngva Jóhannessonar. Þýð- ing þeirra bræðra var aðallega gerð eftir tveim útlendum þýðingum, segir í eftirmála þýð.: „Önnur þeirra er gerð af dönskum manni að nafni Ernst Möller. Nefnir hann hana „Oldmester og hans Bog. En Redegörelse og en Gengivelse“ (Kh. 1909). Hefir hann haft fyrir sér 7 enskar og þýskar þýðingar og borið þær vandlega saman. - Hin þýðingin er ensk, eftir J. Legge. Er hún í Sacred Books of the East, XXXIX. bindi, og er gerð eftir kínverska frum- textanum. Legge hefur margar mjög fróðlegar athugasemdir, og tekur hann einnig eldri þýðingar til samanburðar“. Fróðlegt er að komast að því, að danska þýðingin, og að líkindum sú fyrsta á því tungumáli, kemur út 1909 eða 18 árum eftir að Sigurjón fjallar um Lao- Tse og kenningar hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.