Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 102

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 102
100 HELGl SKÚLI KJARTANSSON ANDVARI sameiginlega, heldur um „einn og sama konung og um samning þann er í'elst í þessum sambandslögum“.19 Ríkjasamband um samning, og hann upp- segjanlegan, var nánast lögfræðilegt fíkjublað sem Danir kusu að beita til að skýla nekt persónusambandsins. Utanríkismálin eru þannig ekki sameiginleg mál eftir Sambandslögunum, heldur tiltekið að „Danmörk fer með utanríkismál íslands í umboði þess.“ Danmörk gat þó ekki skuldbundið ísland í samningum við önnur ríki, heldur þurfti til þess samþykki íslenskra stjórnvalda - það gilti einnig samkvæmt Uppkastinu ef samningar vörðuðu ísland sérstaklega - og stjórn eða utan- ríkisráðherra Dana bar ekki ábyrgð á afstöðu íslendinga til annarra ríkja. Heldur var danska utanríkisþjónustan aðeins í þjónustuhlutverki við ís- lensku stjórnina; henni bar meira að segja að bæta við embættum, jafnvel sendiherrum, eftir ósk íslands ef það vildi standa straum af kostnaðinum. Enn síður voru landvarnir sameiginlegar. Danmörk skyldi að vísu annast landhelgisgæslu við ísland uns landsmenn ákvæðu að taka hana að sér sjálfir. (Uppkastið kvað einnig á um rétt íslands til að bæta við landhelgisgæslu.) En í stað þess að Danmörku væri ætlað að verja ísland með vopnum skyldi hún aðeins tilkynna öðrum ríkjum „að ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu“. Öðrum landvörnum er ekki gert ráð fyrir, og í samræmi við það eru íslenskir þegnar í Danmörku undanþegnir herskyldu. „Ævarandi hlutleysi“ íslands sýnir hve rækilega utanríkismál landanna tveggja eru aðskilin; hlutleysi ís- lands í ófriði myndi sjálfkrafa gilda jafnvel þótt Danmörk sjálf væri stríðsað- ili. 6 Skilnaðarmöguleiki og efnahagsframfarir í bakgrunni hinnar dönsku stefnu gagnvart íslandi rís smám saman sá mögu- leiki að íslendingar segi algerlega skilið við ríkisheildina og geri tilkall til fulls sjálfstæðis í trássi við Dani. í frásögnum af sjálfstæðisbaráttunni er víða greint frá ummælum manna um hugsanlegan aðskilnað frá Danmörku, en erfitt er að átta sig á hve mikil áhrif sá möguleiki hafði á hverju stigi málsins. Á fyrri stigum sjálfstæðisbaráttunnar hafði skilnaðarmöguleikinn verið fjarlægur, og kom þar margt til: íslendingar treystu sér naumast - fáum, fá- tækum, smáum - til að standa að öllu leyti undir eigin ríki; þeir vildu margir eða flestir halda tryggð við konung sinn; Danir hefðu bæði talið það rétt sinn og skyldu að bæla niður aðskilnaðartilraun íslendinga; og erlend ríki hefðu varla reynst fús til að viðurkenna sjálfstæði kotríkis á íslandi. Á heimastjórnartímanum voru þessi viðhorf óðum að breytast. Kannski
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.