Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 112

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 112
110 HELGl SKÚl.I KJARTANSSON ANDVARI málunum, t.d. sameiginlega ríkisborgararéttinum en ekki jafnrétti þegn- anna, og ekki meðferð Dana á utanríkis- og hermálum.) Konungssamband- ið var að vísu ekki samningsatriði samkvæmt Sambandslögunum og ekki heldur formlega uppsegjanlegt, en ljóst var að við einhliða uppsögn samn- ingsins myndi það rofna líka. Til þess að ísland gæti sagt upp samningnum þurfti að bíða til ársloka 1940, Alþingi síðan að krefjast endurskoðunar, og þrjú ár að líða án þess að nýr samningur tækist. Þá - í fyrsta lagi 1944 - mætti samþykkja uppsögn með 2h atkvæða í sameinuðu þingi og 3/-t atkvæða í þjóð- aratkvæðagreiðslu þar sem þátttaka næmi einnig 3/4. (Samkvæmt Uppkast- inu hefði uppsögn tekið minnst 37 ár, en ekki verið háð auknum meirihluta eða þjóðaratkvæðagreiðslu.) íslendingum þóttu skilyrði uppsagnar of ströng í Sambandslögunum, en unnu þó til samkomulags að ganga að þeim. Þeim var mest í mun að geta sagt upp jafnréttisákvæðunum eftir ekki mjög langan tíma. Hættan var að vísu sú, ef Danir notuðu sér jafnréttið í mjög stórum stíl, að þeir yrðu svo fjölmennur kjósendahópur á íslandi að torvelt yrði að ná tilskilinni þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu. (Þetta minnir á stöðu rússneska þjóðarbrotsins í vissum sovétlýðveldum þar sem þjóðaratkvæða- greiðsla hefur farið fram um sjálfstæðiskröfur heimaþjóðarinnar.) Danir hefðu sjálfir kosið að sleppa öllum uppsagnarákvæðum, láta í stað- inn duga óskráðan rétt hvorrar þjóðar til að slíta sambandinu ef í harðbakk- ann slægi.40 Þeir tóku líkingu af hjónabandi sem ekki er stofnað til með nein- um uppsagnarákvæðum þótt ljóst sé að það geti endað með skilnaði. (Danskur andstæðingur sambandslaganna notaði sömu líkingu og taldi þau fela í sér 25 ára þjáningafullan skilnað að borði og sæng á undan hinum óhjá- kvæmilega lögskilnaði.) íslendingar fengu vilja sínum framgengt um skýr uppsagnarákvæði og stuttan gildistíma, en Danir fengu á móti hin ströngu skilyrði um þjóðaratkvæðagreiðsluna ásamt jafnréttisákvæðunum. Áhersla Dana á jafnrétti þegnanna, sem skipti aðallega máli á efnahags- sviðinu, er vísbending um að þeim hafi einkum af þvílíkum ástæðum verið mikið í mun að afstýra algerum skilnaði landanna; þess vegna hafi þeir hvatt til heildarsamninga um sambandsmálið og reynst þar í flestum atriðum eftir- gefanlegir. 13 Niðurstöður Samningar íslendinga við Dani um fullveldi íslands frá og með 1. desember 1918 voru úrslitaáfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. í fyrsta sinn náðust samningar á jafnréttisgrundvelli um samband þjóðanna tveggja, og slíkra samninga þurfti ekki að leita framar, því að á grundvelli sáttmálans frá 1918 höfðu íslendingar rétt til óskoraðs sjálfstæðis að vissum fresti liðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.