Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 108

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 108
106 HELGI SKÚLI KJARTANSSON ANDVARI leika Dana 1918 og á hinn bóginn stappað stálinu í íslendinga. Kannski lágu áhrifin ekki síst í því, að málflutningur Bandamanna og stuðningur þeirra við nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu gerði sambandsslit íslands við Dan- mörku að raunhæfari möguleika en ella, bæði í augum íslendinga og Dana. Fyrir íslendinga hefur það líka gert sambandsslit árennilegri að nú var lýðveldi orðið hið sjálfsagða stjórnarform nýfrjálsra þjóða, og það var við- ráðanlegra fyrir smáþjóð en konungdæmið sem áður var viðtekið stjórnar- form álfunnar.28 Hér er þá enn ein hlið á því hvernig heimsstyrjöldin stuðlaði að viður- kenningu á fullveldi íslands 1918. 10 íslandfyrir Suður-Jótland? í skrifum um fullveldi íslands er tíðum bent á sérstakan og beinan tengilið milli sjálfsákvörðunarréttar þjóðanna, eins og Bandamenn boðuðu hann í stríðsmarkmiðum sínum, og sveigjanleika Dana í samningunum við íslend- inga. Það „að danskir stjórnmálamenn munu hafa hugsað sér möguleika til þess að heimta til sín einhvern hluta þeirra landa, er þeir höfðu misst til Þýskalands 1864, í styrjaldarlok, mun hafa gert Dani samningsfúsari við ís- land en ella mundi verið hafa. Þeir munu ýmsir hafa séð það, að þeir stæði siðferðilega betur að vígi um landheimtu þessa, ef þeir hefði sýnt það nýlega í verki, að þeir tæki fullt tillit til sjálfstæðiskrafna og þjóðernis íslendinga,“ eins og Einar Arnórsson segir 1930.:i) í síðari skrifum íslenskra höfunda er oft bent á þessi sömu tengsl, og í sama streng taka Danir, t.d. Steining.2'1 Hér var um að ræða danska þjóðarbrotið í Slésvík, þar sem nú heitir Suð- ur-Jótland. Slésvík hafði verið innlimuð í Prússland og síðar Pýskaland, og í stríðslok kröfðust Danir breytinga á landamærum í samræmi við óskir íbú- anna. Á þá kröfu féllust sigurvegararnir og létu fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu á umdeildum svæðum. Enda var það hin almenna aðferð við ákvörðun á landamærum Þýskalands. Landakröfur á hendur Þjóðverjum voru ýmist samþykktar í friðarsamningum eða látnar velta á þjóðaratkvæða- greiðslu. Ekki vantar samtímaheimildirnar þar sem danskir stjórnmálamenn benda hver öðrum á samhengið milli krafna íslendinga og réttar Suður-Jóta til að ráða sjálfir framtíð sinni. Samt hefur Per Sundból dregið mjög í efa skýringargildi þessa máls fyrir úrslit sambandssamninganna við íslendinga. Hann rekur vandlega tengsl íslandsmála og Suður-Jótlandsmála í málflutn- ingi Dana, bæði í blöðum og á þingi.31 Allar þær heimildir eru frá síðari hluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.