Andvari - 01.01.1991, Page 108
106
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
leika Dana 1918 og á hinn bóginn stappað stálinu í íslendinga. Kannski lágu
áhrifin ekki síst í því, að málflutningur Bandamanna og stuðningur þeirra við
nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu gerði sambandsslit íslands við Dan-
mörku að raunhæfari möguleika en ella, bæði í augum íslendinga og Dana.
Fyrir íslendinga hefur það líka gert sambandsslit árennilegri að nú var
lýðveldi orðið hið sjálfsagða stjórnarform nýfrjálsra þjóða, og það var við-
ráðanlegra fyrir smáþjóð en konungdæmið sem áður var viðtekið stjórnar-
form álfunnar.28
Hér er þá enn ein hlið á því hvernig heimsstyrjöldin stuðlaði að viður-
kenningu á fullveldi íslands 1918.
10 íslandfyrir Suður-Jótland?
í skrifum um fullveldi íslands er tíðum bent á sérstakan og beinan tengilið
milli sjálfsákvörðunarréttar þjóðanna, eins og Bandamenn boðuðu hann í
stríðsmarkmiðum sínum, og sveigjanleika Dana í samningunum við íslend-
inga. Það „að danskir stjórnmálamenn munu hafa hugsað sér möguleika til
þess að heimta til sín einhvern hluta þeirra landa, er þeir höfðu misst til
Þýskalands 1864, í styrjaldarlok, mun hafa gert Dani samningsfúsari við ís-
land en ella mundi verið hafa. Þeir munu ýmsir hafa séð það, að þeir stæði
siðferðilega betur að vígi um landheimtu þessa, ef þeir hefði sýnt það nýlega
í verki, að þeir tæki fullt tillit til sjálfstæðiskrafna og þjóðernis íslendinga,“
eins og Einar Arnórsson segir 1930.:i) í síðari skrifum íslenskra höfunda er
oft bent á þessi sömu tengsl, og í sama streng taka Danir, t.d. Steining.2'1
Hér var um að ræða danska þjóðarbrotið í Slésvík, þar sem nú heitir Suð-
ur-Jótland. Slésvík hafði verið innlimuð í Prússland og síðar Pýskaland, og í
stríðslok kröfðust Danir breytinga á landamærum í samræmi við óskir íbú-
anna. Á þá kröfu féllust sigurvegararnir og létu fara fram þjóðaratkvæða-
greiðslu á umdeildum svæðum. Enda var það hin almenna aðferð við
ákvörðun á landamærum Þýskalands. Landakröfur á hendur Þjóðverjum
voru ýmist samþykktar í friðarsamningum eða látnar velta á þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Ekki vantar samtímaheimildirnar þar sem danskir stjórnmálamenn benda
hver öðrum á samhengið milli krafna íslendinga og réttar Suður-Jóta til að
ráða sjálfir framtíð sinni. Samt hefur Per Sundból dregið mjög í efa
skýringargildi þessa máls fyrir úrslit sambandssamninganna við íslendinga.
Hann rekur vandlega tengsl íslandsmála og Suður-Jótlandsmála í málflutn-
ingi Dana, bæði í blöðum og á þingi.31 Allar þær heimildir eru frá síðari hluta