Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 152

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 152
150 EYSTEINN PORVALDSSON ANDVARI ar og handbendi þeirra, „plast-skjöldungar“, fá kaldar kveðjur í ljóðinu Tríó (Leikvangur). í Evrópu, mælsku prósaljóði með goðsögulegri frásögn og myndum, er gagnrýnin úttekt á framferði Evrópumanna í sögu mannkyns. Kröftugast í þessum hópi er þó ljóðið Flugurnar (Krossgötur) en þar er með kænlegri myndvísi og snarpri ádeilu fjallað um ákveðinn atburð: kylfuárás lögreglunnar á mótmælagöngu í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu 1968. Ljóðið, sem er dæmi um óvægna ádrepu í myndformi, byrjar svo: Þær kvikna í fúlviðri: skordýr, og skipta ham, holdug lirfan dormar í dökkum hjúpi; en flugan rumskar í vetrardjúpinu, vopnuð járnkólfum, grá af hrími, heift er lækiartorgin lifna . . . (bls. 21) Starfog einkalíf Þar sem skáldið hefur drjúgan hluta úr ævi fengist við blaðamennsku mætti ætla að þess sæjust merki í ljóðagerðinni þótt fátt sé óskyldara en blaða- mennska og ljóðagerð. Og fréttamennskan, pólitík og áróður fjölmiðlanna, er raunar á dagskrá, a.m.k. í ljóðunum Miðlarinn (Krossgötur), í dag - á morgun (Leikvangur) og Fréttir tilkynningar og dagskrá (Hringhenda). Fjölmiðlarnir fá óvægna ádrepu í gróteskum myndum og meinlegum athuga- semdum þessara ljóða. Þeir ala á ofbeldi og blekkingum og þessu verða fjöl- miðlajálkarnir að þjóna „þótt fnyk leggi að vitum, / orðin vella, og birtast / í hvítum hjúpi - líkt og innanköst miðla / sem bera mönnum óljós boð að handan.“15 Hér hlýtur maður að reikna með því að persónuleg reynsla búi að baki tjáningarinnar hjá þeim manni sem gjörþekkir dagblöð og útvarp af eigin starfsreynslu. Þau ljóð sem fjalla um ástir og ástartilfinningar verða líka jafnan talin persónuleg og persónulegri en önnur ljóð. Allt það sem lýtur að ást og ást- hneigð er tryggilega fólgið í ljóðum Baldurs, og þá gjarnan í náttúrumynd- um. Slíkar tilfinningar eru oft tengdar skilnaði og trega. Ljóðið Veðrahjálm- ur hefst með veðurfarslýsingu í hefðbundnum brag: Við héldumst í hendur: hugfangin börn við lognskyggða vík á ljósum degi og sáum veðrahjálminn - vildum telja sólir þar sem hjálmböndin skárust í lofti og legi. (Krossgötur, bls. 32)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.