Andvari - 01.01.1991, Side 152
150
EYSTEINN PORVALDSSON
ANDVARI
ar og handbendi þeirra, „plast-skjöldungar“, fá kaldar kveðjur í ljóðinu Tríó
(Leikvangur). í Evrópu, mælsku prósaljóði með goðsögulegri frásögn og
myndum, er gagnrýnin úttekt á framferði Evrópumanna í sögu mannkyns.
Kröftugast í þessum hópi er þó ljóðið Flugurnar (Krossgötur) en þar er með
kænlegri myndvísi og snarpri ádeilu fjallað um ákveðinn atburð: kylfuárás
lögreglunnar á mótmælagöngu í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu 1968.
Ljóðið, sem er dæmi um óvægna ádrepu í myndformi, byrjar svo:
Þær kvikna í fúlviðri: skordýr, og skipta ham,
holdug lirfan dormar í dökkum hjúpi;
en flugan rumskar í vetrardjúpinu, vopnuð járnkólfum,
grá af hrími, heift
er lækiartorgin lifna . . .
(bls. 21)
Starfog einkalíf
Þar sem skáldið hefur drjúgan hluta úr ævi fengist við blaðamennsku mætti
ætla að þess sæjust merki í ljóðagerðinni þótt fátt sé óskyldara en blaða-
mennska og ljóðagerð. Og fréttamennskan, pólitík og áróður fjölmiðlanna,
er raunar á dagskrá, a.m.k. í ljóðunum Miðlarinn (Krossgötur), í dag - á
morgun (Leikvangur) og Fréttir tilkynningar og dagskrá (Hringhenda).
Fjölmiðlarnir fá óvægna ádrepu í gróteskum myndum og meinlegum athuga-
semdum þessara ljóða. Þeir ala á ofbeldi og blekkingum og þessu verða fjöl-
miðlajálkarnir að þjóna „þótt fnyk leggi að vitum, / orðin vella, og birtast / í
hvítum hjúpi - líkt og innanköst miðla / sem bera mönnum óljós boð að
handan.“15
Hér hlýtur maður að reikna með því að persónuleg reynsla búi að baki
tjáningarinnar hjá þeim manni sem gjörþekkir dagblöð og útvarp af eigin
starfsreynslu.
Þau ljóð sem fjalla um ástir og ástartilfinningar verða líka jafnan talin
persónuleg og persónulegri en önnur ljóð. Allt það sem lýtur að ást og ást-
hneigð er tryggilega fólgið í ljóðum Baldurs, og þá gjarnan í náttúrumynd-
um. Slíkar tilfinningar eru oft tengdar skilnaði og trega. Ljóðið Veðrahjálm-
ur hefst með veðurfarslýsingu í hefðbundnum brag:
Við héldumst í hendur: hugfangin börn
við lognskyggða vík á ljósum degi
og sáum veðrahjálminn - vildum telja sólir
þar sem hjálmböndin skárust í lofti og legi.
(Krossgötur, bls. 32)