Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 75

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 75
ANDVARI Á ALDARÁRTÍÐ KONRÁÐS GÍSLASONAR 73 IV Konráð stundaði einkakennslu á stúdentsárum sínum líkt og siður var meðal margra íslenskra stúdenta. Frægastur nemenda hans er án efa enski auð- maðurinn Richard Cleasby og kynnin af honum urðu örlagarík fyrir Konráð og réðu miklu um viðfangsefni á miðbiki ævi hans. Þau urðu með þeim hætti að Cleasby kom til Kaupmannahafnar haustið 1839 og hugðist leggja stund á íslensku, en Konráð var fenginn til að kenna honum. Cleasby varð brátt ljóst að erfitt yrði að læra íslensku án orðabókar. Það varð því að ráði að hefja undirbúning að útgáfu íslensk-enskrar orðabókar eftir að Cleasby hafði ráð- fært sig við C. C. Rafn og aðra sem til þekktu. Konráð varð fyrir valinu að vinna verkið ásamt Cleasby og segir í greinargerð sem fylgdi umsókn um lektorsstarf í íslensku við Hafnarháskóla að starfið hafi hafist í maímánuði 1840. Brátt kom Brynjólfur Pétursson einnig til skjalanna bæði sem kennari Cleasbys og starfsmaður við orðabókina. Hvorki hann né Konráð voru heilsusterkir um þessar mundir því að Konráð tók að kenna augnveiki sem Ieiddi til þess að hann varð að fara á sjúkrahús og ráða sér aðstoðarmenn til að lesa fyrir sig. Peim fjölgaði eftir því sem tíminn leið og af bréfum Hall- gríms Schevings til Konráðs má ráða að einhver uppstytta hafi orðið um skeið við orðabókarstörf Konráðs í þágu Cleasbys, enda hafði hann aðra orðabók, dansk-íslenska, á prjónunum ásamt Jóhanni Halldórssyni og hlaut styrk til að vinna það verk. Það áform fór mjög á aðra leið en í upphafi var ætlað því að Jóhann Halldórsson drukknaði á nýársnótt 1844. Þar með dróst verkið á langinn og einnig vegna þess að Konráð fór til Þýskalands sumarið 1844 að leita sér lækninga við augnveikinni og var fjarverandi til jóla, en hlaut lítinn bata. Hann varð því að ráða sér nýja aðstoðarmenn og með þeirra hjálp tókst honum að ljúka dönsku orðabókinni í upphafi árs 1851, en þær vonir sem hann hafði haft um að bera verulegt fé úr býtum, þegar upp var staðið, reyndust tálvonir og er gnótt heimilda um sögu útgáfunnar í skjalasafni íslensku stjórnardeildarinnar.311 Enda þótt ýmislegt færi öðruvísi en ætlað var í upphafi við samningu dönsku orðabókarinnar kastaði samt fyrst tólfunum þegar að ensku orða- bókinni kom. Cleasby hafði hugsað sér að vinna undirbúningsstarfið í Kaup- mannahöfn en prenta síðan í Englandi. Hann sendi Jakob Grimm prentað sýnishorn sumarið 1847 og svo er að skilja sem Grimm hafi lýst yfir velþókn- un sinni á því.31 En brátt skipaðist veður í lofti. Cleasby andaðist um haustið og af orðum Brynjólfs Péturssonar er helst að skilja að bróðir hans hafi þá hugleitt að fá handritið yfir til Englands.32 Af því varð ekki og nú var Konráð fenginn til að stjórna orðabókarstarfinu og A. F. Krieger prófessor honum til aðstoðar. Verkið sóttist seint og sennilega hafa aðstoðarmenn Konráðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.