Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 163

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 163
ANDVARI AÐ ÁRROÐANS STRÖND OG AFTUR HEIM 161 Jónas Guðlaugsson lét sér sem sagt ekki nægja að dreyma út yfir hafið, heldur freistaði hann þess, eins og Jóhann Sigurjónsson áður, Gunnar Gunnarsson samtíða honum og Guðmundur Kamban á eftir, að sækja til skáldfrægðar handan hafsins. Við þetta breytti skáldskapur Jónasar að nokkru um svip. Um feril skáldsins í Danmörku hefur ekkert verið ritað að gagni, en fyrir nokkrum árum athugaði ég það efni lítið eitt. Ljóð Jónasár á dönsku, sem hann þótti snemma ná furðugóðu valdi á, snúast mörg upp í lofgjörð um ís- land, náttúru þess og sögu, augljóslega vegna þess meðal annars að slíkt féll í kramið í Danmörku á þeim tíma. Danskar bókmenntir skorti „framandleik fjarlægðarinnar“ sem þá var sóst eftir, eins og Sveinn Skorri Höskuldsson nefnir í erindi um Gunnar Gunnarsson (Andvari 1989). Pessum skorti svör- uðu íslensku skáldin og hlutu með því móti áheyrn hjá Dönum, Jóhann með leikritum, Gunnar skáldsögum, Jónas bæði með ljóðum sínum og sögum. Þær voru Sólrún og biðlar hennar, Breiðfirðingar, smásagnabók sem síðust varð rita hans, og skáldsagan Monika. Tvær fyrrnefndu bækurnar þýddi Guðmundur Hagalín ungur. Jónasi hafði að vísu ekki tekist að ná verulegri fótfestu í Danmörku þegar dauðinn vitjaði hans, og ekkert verður um það sagt hvort slíkt hefði lánast. En ferill hans er merkilegur og djörfung hans og sjálfstraust, sem Hrafn drepur nokkrum sinnum á í ritgerð sinni, vissulega aðdáunarverð. Pað hefði verið ástæða til að gefa nú einu sinni út ritsafn Jónasar Guð- laugssonar: ljóð, bæði á íslensku og dönsku, sögur í íslenskri þýðingu, - Monika er reyndar til í óprentaðri þýðingu sem Júníus Kristinsson gerði og lesin var í útvarp á sínum tíma. Á þvílíkri útgáfu hafa forleggjarar ekki haft áhuga til þessa. í slíkri útgáfu hefði þurft að rekja í rækilegum inngangi feril Jónasar heima og erlendis eftir finnanlegum heimildum, gera grein fyrir ein- kennum á skáldskap hans og bókmenntasögulegri stöðu. Um sögur Jónasar hefur Matthías Viðar Sæmundsson raunar fjallað dálítið í riti sínu, Ást og útlegð, og finnur þar vísi að módernisma með tilheyrandi firringu manns og náttúru. Pað má reyndar draga í efa, sögurnar sýnast flestar afkvæmi róman- tískrar átthagadýrkunar þar sem myrkar ástríður knýja fram feiknlega at- burði á stórbrotnu leiksviði. Hvað sem um það er væri fróðlegt að kanna þetta efni betur. - Kver það sem Hrafn Jökulsson hefur tekið saman nær ekki lengra en að minna á Jónas Guðlaugsson og kynna hann nýrri kynslóð les- enda. Það er að sönnu þakkarvert. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.