Andvari - 01.01.1991, Page 163
ANDVARI
AÐ ÁRROÐANS STRÖND OG AFTUR HEIM
161
Jónas Guðlaugsson lét sér sem sagt ekki nægja að dreyma út yfir hafið,
heldur freistaði hann þess, eins og Jóhann Sigurjónsson áður, Gunnar
Gunnarsson samtíða honum og Guðmundur Kamban á eftir, að sækja til
skáldfrægðar handan hafsins. Við þetta breytti skáldskapur Jónasar að
nokkru um svip.
Um feril skáldsins í Danmörku hefur ekkert verið ritað að gagni, en fyrir
nokkrum árum athugaði ég það efni lítið eitt. Ljóð Jónasár á dönsku, sem
hann þótti snemma ná furðugóðu valdi á, snúast mörg upp í lofgjörð um ís-
land, náttúru þess og sögu, augljóslega vegna þess meðal annars að slíkt féll í
kramið í Danmörku á þeim tíma. Danskar bókmenntir skorti „framandleik
fjarlægðarinnar“ sem þá var sóst eftir, eins og Sveinn Skorri Höskuldsson
nefnir í erindi um Gunnar Gunnarsson (Andvari 1989). Pessum skorti svör-
uðu íslensku skáldin og hlutu með því móti áheyrn hjá Dönum, Jóhann með
leikritum, Gunnar skáldsögum, Jónas bæði með ljóðum sínum og sögum.
Þær voru Sólrún og biðlar hennar, Breiðfirðingar, smásagnabók sem síðust
varð rita hans, og skáldsagan Monika. Tvær fyrrnefndu bækurnar þýddi
Guðmundur Hagalín ungur. Jónasi hafði að vísu ekki tekist að ná verulegri
fótfestu í Danmörku þegar dauðinn vitjaði hans, og ekkert verður um það
sagt hvort slíkt hefði lánast. En ferill hans er merkilegur og djörfung hans og
sjálfstraust, sem Hrafn drepur nokkrum sinnum á í ritgerð sinni, vissulega
aðdáunarverð.
Pað hefði verið ástæða til að gefa nú einu sinni út ritsafn Jónasar Guð-
laugssonar: ljóð, bæði á íslensku og dönsku, sögur í íslenskri þýðingu, -
Monika er reyndar til í óprentaðri þýðingu sem Júníus Kristinsson gerði og
lesin var í útvarp á sínum tíma. Á þvílíkri útgáfu hafa forleggjarar ekki haft
áhuga til þessa. í slíkri útgáfu hefði þurft að rekja í rækilegum inngangi feril
Jónasar heima og erlendis eftir finnanlegum heimildum, gera grein fyrir ein-
kennum á skáldskap hans og bókmenntasögulegri stöðu. Um sögur Jónasar
hefur Matthías Viðar Sæmundsson raunar fjallað dálítið í riti sínu, Ást og
útlegð, og finnur þar vísi að módernisma með tilheyrandi firringu manns og
náttúru. Pað má reyndar draga í efa, sögurnar sýnast flestar afkvæmi róman-
tískrar átthagadýrkunar þar sem myrkar ástríður knýja fram feiknlega at-
burði á stórbrotnu leiksviði. Hvað sem um það er væri fróðlegt að kanna
þetta efni betur. - Kver það sem Hrafn Jökulsson hefur tekið saman nær ekki
lengra en að minna á Jónas Guðlaugsson og kynna hann nýrri kynslóð les-
enda. Það er að sönnu þakkarvert.
n