Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 99

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 99
ANDVARI VANGAVELTUR UM FULLVELDI ÍSLANDS 1918 97 boðið, þótt þar væri á engan hátt fallist á þann grundvöll sem íslendingar höfðu byggt sjálfstæðiskröfur sínar á allt frá dögum Jóns Sigurðssonar. Um stöðu íslands í Danaveldi var með öðrum orðum grundvallarágreiningur, og hann var jafn-óleystur eftir heimastjórn sem áður. Brátt féllust Danir á að taka upp samninga til að leysa þennan ágreining, sem auðvitað var tilgangslaust nema þeir vildu að verulegu leyti fallast á skilning íslendinga á réttarstöðu sinni sem sérstakrar þjóðar undir stjórn Danakonungs. Og það gerðu þeir í samningnum, „Millilandafrumvarpinu“ eða Uppkastinu frá 1908. Þar gengu Danir miklu lengra til móts við íslend- inga en áður hafði komið til greina af þeirra hálfu, buðu nánast fullveldi, þótt með óljósum ákvæðum væri og ýmsum takmörkunum. Þessu boði hafnaði samt stjórnarandstaðan á íslandi og með henni meiri- hluti Alþingiskjósenda í kosningunum 1908. Á næstu árum var margreynt að Danir voru ófáanlegir til að bæta tilboð sitt frá 1908, jafnvel óvíst hvort þeir vildu standa við það óbreytt.7 Málið virtist í óleysanlegri sjálfheldu, hljóp raunar í svo harðan hnút að með naumindum tókst að finna ásættanlegt form til að afgreiða stjórnarskrárbreytingarnar 1915 - m.a. kosningarétt kvenna og landskjör í stað konungkjörs nokkurra þingmanna - sem þó var löngu fengin full efnisleg samstaða um. Þessi hnútur raknaði 1918 án þess að íslendingar hvörfluðu til muna frá sínum mótaða málstað; lausnin fólst í því að Danir komu í flestum atriðum langleiðina til móts við kröfur íslendinga. Það er þó ekki með öllu einfalt að túlka sveigjanleika Dana 1918 sem beina afleiðingu af hörku íslendinga áratuginn á undan. íslendingar höfðu nefnilega allt frá 1912 dregið kröfugerð sína nokkuð í hlé. Ekki þannig að þeir féllu frá kröfum eða byðu Dönum ríflegri málamiðlun en áður, en þeir gerðust svartsýnir á skjót úrslit í sjálfstæðisdeilunum og virtust reiðubúnir að láta þær liggja í láginni um sinn. Þá komu Danir samningafúsir fram, einmitt þegar íslendingar ráku ekki á eftir þeim. Athygli manna var á þessum árum bundin við úrlausnarefni tengd heimsstyrjöldinni 1914-18. Nýtt flokkakerfi byrjaði að mótast kringum þingkosningár 1916, og voru flokkarnir, gamlir og nýir, einhuga um að forð- ast öll kosningaloforð unt kröfur í sambandsmálinu, en sumir lýstu yfir því að þeir vildu að svo stöddu engra samninga freista við Dani. Fyrsta samsteypustjórnin tók við völdum 1917 undir forustu heimastjórnarmanns- ins Jóns Magnússonar, og snerist myndun hennar á engan hátt um afstöðuna til Dana, „en atvik urðu þau, að hún réð kyrrlátlega til lykta sambandsmáli íslands og Danmerkur,“ eins og Heimir Þorleifsson segir.8 Því fremur var þessi „kyrrláta“ lausn málsins möguleg, að hvorki við kosningar né stjórnar- myndun höfðu stjórnmálaflokkarnir gengið fram undir merkjum rígskorð- aðra kenninga um sjálfstæðiskröfur landsins. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.