Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 98
96 HELGI SKÚLI KJARTANSSON ANDVARI ar heimildir, áttar sig þó nokkurn veginn á sjónarmiðum íslendinga eftir skrifum þeirra á dönsku og ensku; hann dregur fram mikið af áður ónotuð- um dönskum heimildum, og hann túlkar þær af gætni og skarpskyggni. Bók Sundbpls er því ómetanleg viðbót við frásagnir íslensku höfundanna. Þó hef- ur hún enn varla náð að hafa þau áhrif sem efni standa til á skilning íslend- inga á atburðunum 1918. 3 Sigurlaun sjálfstœðisbaráttu Hlýtur ekki meginskýring fullveldisins 1918 að liggja í sjálfri sjálfstæðis- baráttunni? „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.“ Því aðeins náðu íslendingar sjálfstæði að þeir báru sig eftir því, börðust fyrir því. Að því leyti er sjálf- stæðisbaráttan eða þjóðfrelsishreyfingin skýring á hverjum áfanga sem náð- ist í sjálfstæðisátt. Enda hefur mjög tíðkast að rita stjórnmálasögu íslands þannig, að saga sjálfstæðisbaráttunnar sé hin samfellda uppistaða - þjóð- ernisvakning, þjóðfrelsishreyfing og mótun sjálfstæðiskrafna, málafylgja gagnvart Dönum og ágreiningur urn hana - og síðan komi fram afrakstur baráttunnar í nýjum áföngum á leið til sjálfstæðis. Þannig tíðkast að segja frá stjórnarskránni 1874 og heimastjórninni 1904 í beinu samhengi við sögu sjálfstæðisbaráttunnar. Og í þeirri sögu er nærtækast að túlka málstað þeirra sem á hverjum tíma gerðu ríkastar kröfur fyrir íslands hönd; þeirra sjónar- mið fara næst því sjálfstæði sem okkur þykir nú rétt og sjálfsagt að njóta. „Men der skal to til.“ Lýðveldið 1944 var að vísu stofnað með einhliða ákvörðun, en um alla fyrri sjálfstæðisáfanga varð að semja við Dani. Til að skilja niðurstöðu samninga þarf að skýra afstöðu beggja samningsaðila, og það er ekki einhlít skýring á tilslökunum Dana að öflug barátta íslendinga hafi knúið þá til undanhalds. Hin óvopnaða sjálfstæðishreyfing íslendinga hafði alla tíð þurft að þræða milli tvennra öfga: Að standa á meintum rétti íslands með málflutningi sem engu gat um þokað við Dani; og að láta sér lynda þá kosti sem Danir gátu á hverjum tíma boðið skásta. Jón Sigurðsson hafði gert fyrra sjónarmiðið að meginreglu sinni, en þó vitað að áfangasigrar yrðu að vinnast með tilslökun og samkomulagi við Dani, og einmitt þannig fékkst stjórnarskráin 1874. Þegar „Valtýskan“ svonefnda var í boði af hálfu Dana - frá 1896 - var það í fyrstu meirihlutaskoðun á Alþingi að boðið væri ekki nógu ríflegt, skárra væri að hafna því og búa í svipinn við óbreytt ástand. Loks hafði Alþingi fallist á Valtýskuna með naumum meirihluta 1901, en ný stjórn í Danmörku ákvað þá að bjóða íslendingum betri kosti, heimastjórnina. Það kostaboð þótti einsýnt að piggja, enda mun ríflegra en nokkuð sem Danir höfðu áður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.