Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 98
96
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
ar heimildir, áttar sig þó nokkurn veginn á sjónarmiðum íslendinga eftir
skrifum þeirra á dönsku og ensku; hann dregur fram mikið af áður ónotuð-
um dönskum heimildum, og hann túlkar þær af gætni og skarpskyggni. Bók
Sundbpls er því ómetanleg viðbót við frásagnir íslensku höfundanna. Þó hef-
ur hún enn varla náð að hafa þau áhrif sem efni standa til á skilning íslend-
inga á atburðunum 1918.
3 Sigurlaun sjálfstœðisbaráttu
Hlýtur ekki meginskýring fullveldisins 1918 að liggja í sjálfri sjálfstæðis-
baráttunni?
„Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.“ Því aðeins náðu íslendingar
sjálfstæði að þeir báru sig eftir því, börðust fyrir því. Að því leyti er sjálf-
stæðisbaráttan eða þjóðfrelsishreyfingin skýring á hverjum áfanga sem náð-
ist í sjálfstæðisátt. Enda hefur mjög tíðkast að rita stjórnmálasögu íslands
þannig, að saga sjálfstæðisbaráttunnar sé hin samfellda uppistaða - þjóð-
ernisvakning, þjóðfrelsishreyfing og mótun sjálfstæðiskrafna, málafylgja
gagnvart Dönum og ágreiningur urn hana - og síðan komi fram afrakstur
baráttunnar í nýjum áföngum á leið til sjálfstæðis. Þannig tíðkast að segja frá
stjórnarskránni 1874 og heimastjórninni 1904 í beinu samhengi við sögu
sjálfstæðisbaráttunnar. Og í þeirri sögu er nærtækast að túlka málstað þeirra
sem á hverjum tíma gerðu ríkastar kröfur fyrir íslands hönd; þeirra sjónar-
mið fara næst því sjálfstæði sem okkur þykir nú rétt og sjálfsagt að njóta.
„Men der skal to til.“ Lýðveldið 1944 var að vísu stofnað með einhliða
ákvörðun, en um alla fyrri sjálfstæðisáfanga varð að semja við Dani. Til að
skilja niðurstöðu samninga þarf að skýra afstöðu beggja samningsaðila, og
það er ekki einhlít skýring á tilslökunum Dana að öflug barátta íslendinga
hafi knúið þá til undanhalds.
Hin óvopnaða sjálfstæðishreyfing íslendinga hafði alla tíð þurft að þræða
milli tvennra öfga: Að standa á meintum rétti íslands með málflutningi sem
engu gat um þokað við Dani; og að láta sér lynda þá kosti sem Danir gátu á
hverjum tíma boðið skásta. Jón Sigurðsson hafði gert fyrra sjónarmiðið að
meginreglu sinni, en þó vitað að áfangasigrar yrðu að vinnast með tilslökun
og samkomulagi við Dani, og einmitt þannig fékkst stjórnarskráin 1874.
Þegar „Valtýskan“ svonefnda var í boði af hálfu Dana - frá 1896 - var það
í fyrstu meirihlutaskoðun á Alþingi að boðið væri ekki nógu ríflegt, skárra
væri að hafna því og búa í svipinn við óbreytt ástand. Loks hafði Alþingi
fallist á Valtýskuna með naumum meirihluta 1901, en ný stjórn í Danmörku
ákvað þá að bjóða íslendingum betri kosti, heimastjórnina. Það kostaboð
þótti einsýnt að piggja, enda mun ríflegra en nokkuð sem Danir höfðu áður