Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 18

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 18
16 HALLDÓR ÞORMAR ANDVARI stofnun Vísindasjóðs árið 1957 og sat í stjórn raunvísindadeildar hans. Auk þess ritaði hann fjölda greina og hélt erindi um nauðsyn þess að auka hér rannsóknir á sviði raunvísinda og hvernig það yrði best gert. Árið 1936 kvæntist Björn Unu Jóhannesdóttur frá Hofstöðum í Skagafirði. Þau eignuðust þrjú börn sem öll urðu læknar. Elst var Edda Sigrún augnlæknir, sem er látin, þá Sigurður sérfræðingur í krabbameinslækningum og yngstur er Jóhannes meinafræðingur. Björn Sigurðsson lést í Reykjavík 16. október 1959,46 ára að aldri. III. Námsár á íslandi Þegar Björn hóf nám í Háskóla íslands haustið 1932 voru miklir um- brotatímar. Heimskreppan var í algleymingi og línur að skerpast í stjórnmálum. Nasisminn var um það bil að ná völdum í Þýskalandi og átti allmarga stuðningsmenn hér á landi á hægri væng stjórnmálanna. Eins og margir ungir menntamenn þessa tíma sem voru komnir af grónum íhaldssömum bændaættum skipaði Björn sér í hóp róttækra vinstrimanna sem kröfðust þjóðfélagslegra umbóta. Hann gerðist strax mjög virkur í Félagi róttækra stúdenta sem var stofnað haustið 1933 og vann hreinan meirihluta í stúdentaráði tveimur árum seinna. Varð Björn þá formaður stúdentaráðs og fékk Halldór Kiljan Laxness til að flytja hátíðaræðu af svölum Alþingishússins á fullveldisdaginn 1. desember 1935. Nýja stúdentablaðið sem hóf göngu sína vorið 1933 var málgagn Félags róttækra stúdenta og ritaði Björn allmargar grein- ar í blaðið á árunum 1933 til 1936. í nokkrum þeirra sker hann upp herör gegn nasismanum sem átti talsvert fylgi meðal íslenskra stúdenta um þessar mundir. Einnig barðist Björn í greinum sínum gegn þeirri tilhneigingu sumra „að leggja niður háskólann sem slíkan en halda hér aðeins „embættismannaskóla“ með lausakennurum“. Þegar á þessum árum gerði Björn sér grein fyrir nauðsyn þess að efla íslenska vísinda- starfsemi og skapa henni alþjóðleg skilyrði hér á landi. Hann og félag- ar hans vildu fjölga háskóladeildum og koma á laggirnar vísindalegri menntun, einkum í þágu atvinnuveganna. Taldi hann þetta raunar grundvöllinn undir efnahagslegum og þjóðfélagslegum umbótum í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.