Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 104
102
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
legt, og þess vegna var unnt að ná góðum samningi við Dani, jafnvel þótt
kröfugerð á hendur þeim hefði um sinn ekki verið eins hvöss og stundum
áður.
7 Áhrif heimsstyrjaldarinnar
Fullveldið fékkst í lok heimsstyrjaldar sem staðið hafði í fjögur ár og valdið
ófyrirsjáanlegum breytingum á raunverulegu sambandi íslands gagnvart
Danmörku. Enda kemur skýrt fram í flestum frásögnum af fullveldinu að
þar hafi styrjöldin ráðið miklu um framvindu mála.21
Danir voru hlutlausir í stríðinu og óþægilega háðir báðum stríðsaðilum:
Þjóðverjum vegna nálægðar, Bretum vegna yfirráða þeirra á siglingaleiðum,
og hvorum tveggja vegna náinna viðskiptatengsla. Þegar Bretar og banda-
menn þeirra beittu hafnbanni til að þrengja að Þjóðverjum, var Danmörk
meðal þeirra hlutlausu landa sem lentu innan hafnbannslínunnar. Bretar
takmörkuðu vöruflutninga til þessara landa til þess að þau væru sem minnst
aflögufær við Þjóðverja.
ísland var utan hafnbannslínunnar svo að Bretar takmörkuðu flutninga
þaðan til Danmerkur. Bráðlega varð mestöll utanlandsverslun háð samning-
um við Bandamenn, en viðskiptatengsl við Dani rofnuðu að mestu. Bretar
drottnuðu á höfunum og gátu í krafti þess ráðið því sem þeim sýndist um
íslensk málefni, en um leið voru þeir íslendingum vörn gegn afskiptum ann-
arra ríkja. Ábyrgð Danmerkur á vörnum íslands var auðvitað nafnið tómt.
Og þótt Danmörk ætti að annast utanríkismál íslands þótti Bretum yfirleitt
hentugra að eiga bein samskipti við íslensku stjórnina, bæði um verslunar-
samninga og annað. Milliganga Dana var óþörf og gat boðið heim vanda-
málum vegna tengsla þeirra við Þýskaland.
Þannig varð ísland í reynd tiltölulega óháð Danmörku í stríðinu, miklu
óháðara en til stóð þegar heimastjórninni var komið á. Að því leyti var sam-
bandssáttmálinn fremur staðfesting á orðnum hlut en upphaf að breytingum.
Lausnin á skipulagi landvarna - hið ævarandi vopnlausa hlutleysi - var t.d.
framlenging á veruleika stríðsáranna þegar herstyrkur Dana hafði engin
áhrif á öryggi íslands, heldur var það háð geðþótta Bretlands, hins drottn-
andi flotaveldis.22 Hið mikla sjálfstæði íslands í utanríkismálum var líka
staðfesting á aðstæðum stríðsáranna, jafnvel í smáatriðum. „Ef stjórn ís-
lands kýs að senda úr landi sendimenn . . . til þess að semja um sérstök ís-
lensk málefni, má það verða í samráði við utanríkisráðherra,“ segja Sam-
bandslögin, og lýsa þar nákvæmlega þeirri aðferð sem höfð var við gerð
viðskiptasamninga í stríðinu. Einnig hafði hin ólíka staða íslands og Dan-