Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Síða 104

Andvari - 01.01.1991, Síða 104
102 HELGI SKÚLI KJARTANSSON ANDVARI legt, og þess vegna var unnt að ná góðum samningi við Dani, jafnvel þótt kröfugerð á hendur þeim hefði um sinn ekki verið eins hvöss og stundum áður. 7 Áhrif heimsstyrjaldarinnar Fullveldið fékkst í lok heimsstyrjaldar sem staðið hafði í fjögur ár og valdið ófyrirsjáanlegum breytingum á raunverulegu sambandi íslands gagnvart Danmörku. Enda kemur skýrt fram í flestum frásögnum af fullveldinu að þar hafi styrjöldin ráðið miklu um framvindu mála.21 Danir voru hlutlausir í stríðinu og óþægilega háðir báðum stríðsaðilum: Þjóðverjum vegna nálægðar, Bretum vegna yfirráða þeirra á siglingaleiðum, og hvorum tveggja vegna náinna viðskiptatengsla. Þegar Bretar og banda- menn þeirra beittu hafnbanni til að þrengja að Þjóðverjum, var Danmörk meðal þeirra hlutlausu landa sem lentu innan hafnbannslínunnar. Bretar takmörkuðu vöruflutninga til þessara landa til þess að þau væru sem minnst aflögufær við Þjóðverja. ísland var utan hafnbannslínunnar svo að Bretar takmörkuðu flutninga þaðan til Danmerkur. Bráðlega varð mestöll utanlandsverslun háð samning- um við Bandamenn, en viðskiptatengsl við Dani rofnuðu að mestu. Bretar drottnuðu á höfunum og gátu í krafti þess ráðið því sem þeim sýndist um íslensk málefni, en um leið voru þeir íslendingum vörn gegn afskiptum ann- arra ríkja. Ábyrgð Danmerkur á vörnum íslands var auðvitað nafnið tómt. Og þótt Danmörk ætti að annast utanríkismál íslands þótti Bretum yfirleitt hentugra að eiga bein samskipti við íslensku stjórnina, bæði um verslunar- samninga og annað. Milliganga Dana var óþörf og gat boðið heim vanda- málum vegna tengsla þeirra við Þýskaland. Þannig varð ísland í reynd tiltölulega óháð Danmörku í stríðinu, miklu óháðara en til stóð þegar heimastjórninni var komið á. Að því leyti var sam- bandssáttmálinn fremur staðfesting á orðnum hlut en upphaf að breytingum. Lausnin á skipulagi landvarna - hið ævarandi vopnlausa hlutleysi - var t.d. framlenging á veruleika stríðsáranna þegar herstyrkur Dana hafði engin áhrif á öryggi íslands, heldur var það háð geðþótta Bretlands, hins drottn- andi flotaveldis.22 Hið mikla sjálfstæði íslands í utanríkismálum var líka staðfesting á aðstæðum stríðsáranna, jafnvel í smáatriðum. „Ef stjórn ís- lands kýs að senda úr landi sendimenn . . . til þess að semja um sérstök ís- lensk málefni, má það verða í samráði við utanríkisráðherra,“ segja Sam- bandslögin, og lýsa þar nákvæmlega þeirri aðferð sem höfð var við gerð viðskiptasamninga í stríðinu. Einnig hafði hin ólíka staða íslands og Dan-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.