Andvari - 01.01.1991, Page 75
ANDVARI
Á ALDARÁRTÍÐ KONRÁÐS GÍSLASONAR
73
IV
Konráð stundaði einkakennslu á stúdentsárum sínum líkt og siður var meðal
margra íslenskra stúdenta. Frægastur nemenda hans er án efa enski auð-
maðurinn Richard Cleasby og kynnin af honum urðu örlagarík fyrir Konráð
og réðu miklu um viðfangsefni á miðbiki ævi hans. Þau urðu með þeim hætti
að Cleasby kom til Kaupmannahafnar haustið 1839 og hugðist leggja stund á
íslensku, en Konráð var fenginn til að kenna honum. Cleasby varð brátt ljóst
að erfitt yrði að læra íslensku án orðabókar. Það varð því að ráði að hefja
undirbúning að útgáfu íslensk-enskrar orðabókar eftir að Cleasby hafði ráð-
fært sig við C. C. Rafn og aðra sem til þekktu. Konráð varð fyrir valinu að
vinna verkið ásamt Cleasby og segir í greinargerð sem fylgdi umsókn um
lektorsstarf í íslensku við Hafnarháskóla að starfið hafi hafist í maímánuði
1840. Brátt kom Brynjólfur Pétursson einnig til skjalanna bæði sem kennari
Cleasbys og starfsmaður við orðabókina. Hvorki hann né Konráð voru
heilsusterkir um þessar mundir því að Konráð tók að kenna augnveiki sem
Ieiddi til þess að hann varð að fara á sjúkrahús og ráða sér aðstoðarmenn til
að lesa fyrir sig. Peim fjölgaði eftir því sem tíminn leið og af bréfum Hall-
gríms Schevings til Konráðs má ráða að einhver uppstytta hafi orðið um
skeið við orðabókarstörf Konráðs í þágu Cleasbys, enda hafði hann aðra
orðabók, dansk-íslenska, á prjónunum ásamt Jóhanni Halldórssyni og hlaut
styrk til að vinna það verk. Það áform fór mjög á aðra leið en í upphafi var
ætlað því að Jóhann Halldórsson drukknaði á nýársnótt 1844. Þar með dróst
verkið á langinn og einnig vegna þess að Konráð fór til Þýskalands sumarið
1844 að leita sér lækninga við augnveikinni og var fjarverandi til jóla, en
hlaut lítinn bata. Hann varð því að ráða sér nýja aðstoðarmenn og með
þeirra hjálp tókst honum að ljúka dönsku orðabókinni í upphafi árs 1851, en
þær vonir sem hann hafði haft um að bera verulegt fé úr býtum, þegar upp
var staðið, reyndust tálvonir og er gnótt heimilda um sögu útgáfunnar í
skjalasafni íslensku stjórnardeildarinnar.311
Enda þótt ýmislegt færi öðruvísi en ætlað var í upphafi við samningu
dönsku orðabókarinnar kastaði samt fyrst tólfunum þegar að ensku orða-
bókinni kom. Cleasby hafði hugsað sér að vinna undirbúningsstarfið í Kaup-
mannahöfn en prenta síðan í Englandi. Hann sendi Jakob Grimm prentað
sýnishorn sumarið 1847 og svo er að skilja sem Grimm hafi lýst yfir velþókn-
un sinni á því.31 En brátt skipaðist veður í lofti. Cleasby andaðist um haustið
og af orðum Brynjólfs Péturssonar er helst að skilja að bróðir hans hafi þá
hugleitt að fá handritið yfir til Englands.32 Af því varð ekki og nú var Konráð
fenginn til að stjórna orðabókarstarfinu og A. F. Krieger prófessor honum
til aðstoðar. Verkið sóttist seint og sennilega hafa aðstoðarmenn Konráðs