Andvari - 01.01.1991, Síða 102
100
HELGl SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
sameiginlega, heldur um „einn og sama konung og um samning þann er í'elst
í þessum sambandslögum“.19 Ríkjasamband um samning, og hann upp-
segjanlegan, var nánast lögfræðilegt fíkjublað sem Danir kusu að beita til að
skýla nekt persónusambandsins.
Utanríkismálin eru þannig ekki sameiginleg mál eftir Sambandslögunum,
heldur tiltekið að „Danmörk fer með utanríkismál íslands í umboði þess.“
Danmörk gat þó ekki skuldbundið ísland í samningum við önnur ríki, heldur
þurfti til þess samþykki íslenskra stjórnvalda - það gilti einnig samkvæmt
Uppkastinu ef samningar vörðuðu ísland sérstaklega - og stjórn eða utan-
ríkisráðherra Dana bar ekki ábyrgð á afstöðu íslendinga til annarra ríkja.
Heldur var danska utanríkisþjónustan aðeins í þjónustuhlutverki við ís-
lensku stjórnina; henni bar meira að segja að bæta við embættum, jafnvel
sendiherrum, eftir ósk íslands ef það vildi standa straum af kostnaðinum.
Enn síður voru landvarnir sameiginlegar. Danmörk skyldi að vísu annast
landhelgisgæslu við ísland uns landsmenn ákvæðu að taka hana að sér sjálfir.
(Uppkastið kvað einnig á um rétt íslands til að bæta við landhelgisgæslu.) En
í stað þess að Danmörku væri ætlað að verja ísland með vopnum skyldi hún
aðeins tilkynna öðrum ríkjum „að ísland lýsi yfir ævarandi hlutleysi sínu“.
Öðrum landvörnum er ekki gert ráð fyrir, og í samræmi við það eru íslenskir
þegnar í Danmörku undanþegnir herskyldu. „Ævarandi hlutleysi“ íslands
sýnir hve rækilega utanríkismál landanna tveggja eru aðskilin; hlutleysi ís-
lands í ófriði myndi sjálfkrafa gilda jafnvel þótt Danmörk sjálf væri stríðsað-
ili.
6 Skilnaðarmöguleiki og efnahagsframfarir
í bakgrunni hinnar dönsku stefnu gagnvart íslandi rís smám saman sá mögu-
leiki að íslendingar segi algerlega skilið við ríkisheildina og geri tilkall til
fulls sjálfstæðis í trássi við Dani. í frásögnum af sjálfstæðisbaráttunni er víða
greint frá ummælum manna um hugsanlegan aðskilnað frá Danmörku, en
erfitt er að átta sig á hve mikil áhrif sá möguleiki hafði á hverju stigi málsins.
Á fyrri stigum sjálfstæðisbaráttunnar hafði skilnaðarmöguleikinn verið
fjarlægur, og kom þar margt til: íslendingar treystu sér naumast - fáum, fá-
tækum, smáum - til að standa að öllu leyti undir eigin ríki; þeir vildu margir
eða flestir halda tryggð við konung sinn; Danir hefðu bæði talið það rétt sinn
og skyldu að bæla niður aðskilnaðartilraun íslendinga; og erlend ríki hefðu
varla reynst fús til að viðurkenna sjálfstæði kotríkis á íslandi.
Á heimastjórnartímanum voru þessi viðhorf óðum að breytast. Kannski