Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 72

Andvari - 01.01.1991, Side 72
70 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI 1836, en síðasta bréf Konráðs til ísleifs á Brekku er skrifað 4. júní 1836 á „Borchs collegio“ nr. 16. Konráð hafði kynnst dönskum manni, P. K. Thor- sen að nafni sem hafði þá á hendi umsjón á þessum nafnfræga stúdentagarði. Hann nam íslensku af Konráði og í framhaldi af því gáfu þeir út Hrafnkels sögu árið 1839. Af bókum garðprófasta á Borchs collegio er ekki að sjá að Konráð hafi búið þar því að nafn hans er þar hvergi skráð. Hitt má vera að hann hafi haft þar eitthvert athvarf í skjóli Thorsens þetta vor. Það virðist hafa verið nokkuð jafnsnemma að Konráð fór af Garði og hann hætti námi í lögfræði. Hann gerði grein fyrir ástæðum þeirrar ákvörð- unar í bréfi til ísleifs Einarssonar 17. mars 1836. Af orðum Konráðs í bréfinu má berlega ráða að sú breytni hafi verið mjög gegn vilja ísleifs. „Fjölnir, Skírnir, og lögun á tveimur öðrum smábókum, ásamt flestöllum korrektúr- unum, auk þess sem eg hef haft að gera fyrir norræna fornfræðafélagið, og auk þess sem eg hef sagt fáeinum til - þetta alltsaman hefur í vetur tekið upp tíma fyrir mér“, skrifaði hann ísleifi í framhaldi af því að hann lýsti því yfir að honum mundi aldrei koma til hugar að hverfa aftur til laganna.27 Lítið er vitað um sum þau störf sem Konráð tíundar hér. Hann var Brynjólfi Benediktsen til aðstoðar við að gefa út rit Sigurðar Breiðfjörðs, Frá Grœnlandi, og einnig lagði hann hönd að verki við útgáfu Sundreglna prófessors Nachtegalls sem báðar komu út árið 1836. Þá voru þeir Jónas Hallgrímsson fengnir til að skrifa fréttirnar í Skírni 1836 og þær skera sig mjög úr sakir uppsetningar þeirra og hvernig frá er sagt að ógleymdri staf- setningunni sem var hin sama og á Fjölni. E. t. v. má greina áhrif frá Heine bæði í frásagnarhætti og hve höfundar taka eindregna afstöðu með öllum frelsishræringum og snúast jafnframt öndverðir gegn ófrelsi og kúgun. Það hefir verið skrifað svo margt um Fjölni og áhrif hans að það væri að bera í bakkafullan lækinn að setja á langar ræður um áhrif hans og stefnumið. Konráð valdi sér þar mjög afmarkað svið með stafsetningar- greinum sínum og ritdómum. í umsókn sinni um styrkþegastöðuna við Arnasafn 16. maí 1835 getur hann þess að hann hafi lagt rækt við íslenskt mál og æft sig í að skrifa það svo hreint og rétt sem mögulegt væri. Auk þess þýddi hann ásamt Jónasi ýmislegt í fyrstu árgöngunum þar sem þýskukunnátta hans og þekking á eigin máli kom í góðar þarfir. í greinargerð sem Konráð lét fylgja umsókn um lektorsstöðu í fornnor- rænu við Kaupmannahafnarháskóla 13. desember 1847 vék hann að útgáfu Fjölnis og hvað hann hafi lagt þar til málanna og nefnir þýðingar og greinar um málfræðileg efni. Auk þess hafi hann haft umsjón með stíl ritsins sem hafi hlotið almenna viðurkenningu.28 í fjórða árgangi Fjölnis birtist grein eftir Konráð sem bar heitið „Ágrip af ræðu áhrærandi íslenskuna“ og var flutt sem erindi á fundi nokkurra íslend- inga í Kaupmannahöfn árið 1837. Hún er allrar athygli verð sakir þess að þar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.