Andvari - 01.01.1991, Side 133
ANDVARI
„SÖNGUR ER í SÁLU MINNI“
131
VIII
Annar þáttur ritgerðarinnar bendir til fyrstu frétta af störfum guðspekinga og
þeirri stefnu (theosofi), sem hefur verið við lýði hér á landi frá því á fyrstu
áratugum þessarar aldar. Er þó ljóst að guðspekinpar hefur gætt minna hér en
spíritismans, sem mér virðist að Sigurjón hafi ekki aðhyllst en sýnt þó áhuga,
eins og síðar kemur fram. Vegna grósku spíritismans og mikils framgangs
hans hér á landi allt frá upphafi aldarinnar, hefur samband þessara andlegu
hreyfinga þó oft verið náið. Jón Helgason biskup gerir grein fyrir þeim í lok
íslenskrar kristnisögu (II. bindi, Rvík 1928) og finnst mér þar vel á málum
haldið í stuttri greinargerð:
„Loks hafa nýjar andlegar hreyfingar eins og Spiritismi, eða sálarrann-
sóknir, og guðspeki (theosofi) rutt sér allmikið til rúms síðasta mannsaldur-
inn. Sérstaklega hefir hin fyrnefnda hreyfing ekki óvíða unnið sér fylgi
manna, sem þrá vitneskju um afdrif látinna ástvina og fullar sannanir fyrir
framhaldstilveru sálarinnar fyrir handan gröf og dauða. Sálarrannsóknamenn
halda því fram, að vísindalegar sannanir fyrir þessu séu þegar fengnar, en því
vilja andstæðingar þeirra ekki samsinna. Þeir gera ennfremur mikið úr því,
hver ávinningur það sé fyrir kirkjuna, að rannsóknir eins og þær, er þeir hafa
með höndum, séu gerðar, en kirkjunnar menn staðhæfa þar aftur á móti, að
fyrir kristna menn sé spurningin um annað líf ekki hið mikla meginatriði,
heldur spurningin um eilíft líf, en það sé þeim, sem trúa, gefið í drotni vorum
Jesú Kristi, og þar verði engum rannsóknum eða sönnunum komið að. Guð-
spekistefnan hefir og unnið nokkurt fylgi hér á landi, þrátt fyrir það sambland
trúar og indverskrar heimspeki og launspeki, sem þar á sér stað, og stað-
hæfingar um endurholdgun, sem þar er haldið fram. Guðspekistefnan fylgir
því fastlega fram að nýr Messías eða „heimsfræðari“ sé væntanlegur innan
skamms og sé enda þegar fæddur. Afstaða beggja þessara stefna til kristin-
dómsins er, eins og þær birtast hér á landi, sú, að þær viðurkenna kristindóm-
inn, en þar sem sálarrannsóknamenn vilja álíta trúarstefnu sína náskylda
frumkristni postulatímabilsins og algerlega í anda hennar og nota því niður-
stöður sálarrannsóknanna sem sönnun fyrir stórmerkjum Nýja testamentisins,
þá álítur guðspekistefnan sig komna lengra en kristindómurinn og telur hann
óæðri tegund átrúnaðar en þá, sem guðspekistefnan hafi á boðstólum. En eins
og kirkjunnar menn halda fram, gagnvart sálarrannsóknamönnum, trúnni á
eilíft líf í Jesú Kristi sem hinu mikla meginatriði í sambandi við framhald
lífsins, eins halda þeir fast við það gagnvart staðhæfingum guðspekisinna, að
allir fjársjóðir spekinnar og þekkingarinnar, sem oss varða, séu oss þegar
gefnir í Jesú Kristi, svo að frekari fræðslu sé ekki að vænta úr neinni annari
átt“.
Það er raunar athyglisvert, að þetta svar biskupsins er í fullu gildi rúmum
sex áratugum síðar. Sumir kirkjunnar menn vilja þó sjálfsagt kveða fastar að