Andvari - 01.01.1991, Page 78
76
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
sé að miklu leyti sitt verk. I núverandi mynd sé hún raunalegt dæmi um aftur-
för hvað vandvirkni varðar - et s0rgeligt Exempel paa Tilbagegang i kritisk
Henseende. Viðbæturnar sé einkum fólgnar í orðum og talsháttum síðari
tíma, ásamt tilvísunarlausum sérnöfnum.
Eftir þessa yfirferð komst Konráð að þeirri niðurstöðu að allar þessar orða-
bækur séu einungis - Brudstykker af et fuldstœndigt Lexicon. Lexicon poet-
icum taki aðeins til fornnorræns kveðskapar, en hinar fjórar spanni ein-
göngu óbundið mál að hluta til. Eftir sem áður hafi ákveðnir þættir norræns
máls, sem hafi menningarsögulegt gildi, orðið útundan.
Pað hefir farið næsta hljótt að Konráð var með þessa orðabók í smíðum.
Samt hefir hann sagt Hallgrími Scheving frá henni og hann spyr Konráð
frétta af hvernig gangi að þoka verkinu áfram. Hann virðist hafa sótt verkið
fast fyrstu árin því að í bréfi 29. mars 1859 til kirkju- og kennslumálaráðu-
neytisins segir hann að vegna orðabókarvinnunnar verði önnur viðfangsefni
að mæta afgangi. í síðasta bréfi sínu til ráðuneytisins sem vitnað er til hér að
framan hreyfði Konráð því að fá Eirík Jónsson fyrir aðstoðarmann, en það
hefir hann tæplega gert án þess að hafa kynnt Eiríki starfið, en úr þeirri ráðn-
ingu varð ekkert eftir því sem best er vitað.
V
Þegar Konráð Gíslason kom til Kaupmannahafnar hafði útgáfa íslenskra
fornrita staðið í blóma í hálfa öld á Norðurlöndum og breiðst þaðan til ann-
arra landa. Útgáfustarfsemin kallaði á vinnandi hendur og þekkingu og
Konráð Gíslason var óvenju vel að sér um margt sem laut að rannsóknum og
útgáfustarfsemi þegar hann kom til Kaupmannahafnar. Engu að síður leið
og beið uns honum voru falin slík verk á hendur. Hrafnkels saga var fyrsta
fornritið sem Konráð bjó til prentunar ásamt Thorsen eins og áður getur.
Hún kom út 1839 og var þá talin marka tímamót sakir vandaðra vinnubragða
og samanburðar á handritum sögunnar. Jón Helgason prófessor hefir hins
vegar kveðið upp fremur neikvæðan dóm um vinnubrögð þeirra félaga.
Mynstershugleiðingar komu út á sama ári og Hrafnkels saga. borgeir
Guðmundsson var útgefandinn, en þýðingin var unnin af Brynjólfi, Jónasi
og Konráði. Hann getur þýðingarinnar í áðurnefndri greinargerð sem fylgdi
umsókninni um lektorsembættið 1847 og segir þar að markmiðið hafi verið
að „give det religiöse Sprog i Island et nyt Opsving“. Konráð getur þess
einnig að ritið sé nú mjög útbreitt á íslandi og njóti mikilla vinsælda.39 Eftir
það er ekki kunnugt um að Konráð hafi fengist við þýðingar svo að orð væri á
gerandi. Mynstershugleiðingar voru lengi húslestrarbók á íslandi og hafa ör-
ugglega haft sín áhrif á málfar þjóðarinnar.