Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 36

Andvari - 01.01.1952, Page 36
32 Þorkell Jóhannesson ANDVARI aðasti íslendingur um sína daga. Gísli dvaldist tíu síðustu ár sín í Skálholti með dóttur sinni og fékkst þar ásamt Þórði biskupi eitthvað við ræktunartilraunir, sem mjög þótti frábært á þeirri tíð. Má fara nærri urn það, að slíkur maður sem Gísli var og allt, sem hann tók sér fyrir hendur, hafi vakið athygli og áhuga ungra manna, er í Skálholti dvöldust um þessar mundir og veigur var í til áræðis og framsóknar. Tveir slíkir menn, þeir frændur Páll Vídalín og Amgrímur Vídalín, bróðir }óns biskups Vídalíns, rit- uðu um aldamótin 1700, fáum árum eftir fráfall Gísla Magnús- sonar, merkilegar ritgerðir um framfarir íslands, er báðar, eink- um ritgerð Páls, höfðu talsverð áhrif síðar. Þessar ritgerðir má skoða sem helzta árangurinn af ævistarfi Vísa-Gísla. í þeim lifði neisti, sem hann hafði tendrað með ritum sínum og tilraunastarfi, þó dult færi um sinn. Þessum neista bregður og fyrir í bréfum Jóns biskups Vídalíns skömmu fyrir andlát hans 1720. Jón biskup Árnason og Jón skólameistari Þorkelsson eru engan veginn ósnortnir af honum. En það kemur í hlut Skúla Magnússonar og Jóns Eiríkssonar að glæða úr honum brennandi vita, leiðarljós út úr því myrkri, sem þjóðin hafði í ráfað vegalaust hátt á aðra öld. Venjulegt er að telja svo, að einveldi konungs hér á landi hefjist með Kópavogseiðum 28. júlí 1662. Þetta er að sjálfsögðu formlega rétt. En í raun og veru hafði konungur ráðið hér öllu, er hann kærði sig um, sem einvaldur væri, síðan 1551. Eíitt er og víst, að stjórn landsins tekur engum stakkaskiptum við sjálfa einveldistökuna og líða svo tveir áratugir. Árið 1684 er landinu skipaður stiftamtmaður og má kalla, að hér bryddi fyrst á þvi stjómarlagi, sem einveldið krafði, en um leið bólar á þeim veik- leika, er við þetta stjórnarlag loddi, einkum framan af, er í þetta mikilvæga embætti var skipaður 5 ára drengur. Fyrst um sinn fór landfógeti með umboð hins bamunga stiftamtmanns. En land- fógetaembættið var stofnað árinu fyrr, 1683, og að vísu fyrst og fremst vegna breytinga, sem um sama leyti vom gerðar á einok- unarverzluninni. Það er fyrst með stofnun amtmannsembættis- ins 1688, sem nokkru verulega þokar fram til reglulegra ein-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.