Andvari - 01.01.1939, Blaðsíða 125
Andvari
Einokunarfélögin 1733—1758
121
ár liðu bættist félaginu maður, sem varð því ómetan-
legur, og átti mikinn þátt í að hefja það til þess vegs
°9 gengis, sem það naut um hríð. Það var Andreas
Björn, sem ekki að eins var duglegur kaupmaður, held-
ur einnig svo mikill athafna og framkvæmdamaður, að
Haupmannahöfn ber enn minjar hans. Hinn 1. desem-
ber 1745 fékk félagið í samlögum við hann og fleiri
fésýslumenn, sem hann taldist fyrir, verzlunareinokun á
Finnmörk afgjaldslaust til 25 ára, eða til ársloka 1771,
OS einokunarleyfið á íslenzku verzluninni framlengt til
sama tíma með sömu kjörum og áður.1) Nú var félagið
kennt bæði við ísland og Finnmörk, og kallað á dönsku,
Det islandsk-finmarkske kompagni. Árið 1747 vár hluta-
féð orðið 72 000 dalir, eða hlutirnir 72, og þar af áttu
Andreas Björn og félagar hans 10 hluti. Árið eftir jók
félagið hlutafé sitt upp í 200 000 dali, og var hver hlut-
ur á 2000 dali. Á þessum árum græddi félagið stórkost-
lega, sem Skúli Magnússon telur að það hafi einkanlega
mátt þakka lágu kornverði erlendis og lágum farmgjöld-
um. Segir Skúli, að árin 1748—50 hafi hlutir félagsins
gengið kaupum og sölum á 2 600—2 800 dali, en
brátt fallið í verði, þegar harðærin komu hér á landi
eftir 1750. Félagið græddi alltaf mest á íslenzku verzl-
uninni, en Finnmerkurverzlunina mun það hafa tekið að
sér í þeim tilgangi, að hörmangarar gætu verið einir
um alla fiskverzlun í Kaupmannahöfn. — Jafnan munu hör-
mangarar hafa átt meira en helming blutafjár í verzl-
unarfélaginu og ráðið þar mestu, þó að í því vaeru
margir gildir hluthafar utan þeirrar stéttar. Félagið atti
meðal hluthafa sinna ýmsa mikla tignarmenn, suma
!) Lovsamling for Island III, 558—61.