Andvari - 01.01.1939, Blaðsíða 87
Andvari
Blóm og aldin
83
sem valdar voru af handahófi, flutu fræ 74 °/o tegund-
anna skemur en einn sólarhring, 10 o/o flutu í viku, 8<tyo
í mánuð og 8 °/o héldust á floti missiri eða lengur. En
bó að þannig tíltölulega fáar tegundir fræja geti haldizt
svo lengi á floti, að það geri þeim kleift að berast
langleiðir með vatni, má ekki gleyma því, að þau geta
fengið einhver flotholt, sem bera þau uppi, rekavið eða
eitthvað þess háttar. Skógartré, sem rifna upp með rót-
um pg berast með hafstraumum oft langar leiðir, geyma,
Þegar þau loks ná Iandi, oft einhverjar moldaragnir,
sem fræ geta auðveldlega leynzt í.
En svo má ekki gleyma því, að til eru mörg aldin
°2 fræ, sem búin eru sérstökum flotholtum af náttúr-
unnar hendi. Oftast eru það einhvers konar lofthylki,
sem í aldininu eru. Þekktast í því efni er kókosaldinið.
Það er steinaldin, en steinninn er hin svonefnda kókos-
hnot. Aldinkjötið er seigt og trefjótt, og fullt af lofti,
svo að það helzt á floti ótrúlega lengi. Þannig hafa
kókosaldin borizt með Golfstraumnum sunnan og vest-
an frá Miðjarðarlínu og hingað til lands. Sama má segja
u*n lausnarsteinana, sem eru belgjurtafræ, er borizt
hafa norður til nyrstu stranda Evrópu. Það hefir komið
1 Ijós, að þeir halda enn grómætti sínum, þrátt fyrir hið
^an9a sjóvolk, sem ekki getur verið minna en rúmt ár.
^að mætti segja, að hér væri um gagnslausa dreifingu
a^ ræða, en þetta dæmi sýnir oss einungis, hverjum
^oguleikum vatnsdreifingin ræður yfir. Þá er frægt
uæmið frá eynni Krakatau, sem eyðilagðist að mestu í
e*dgosi 1883. Eftir stóðu aðeins naktir klettar og vik-
Urhrannir. Furðu fljótt tóku þó plöntur að nema þar
and, og 50 árum síðar var eyjan algróin hitabeltis-
9<-óðri. Að vísu hefir sá gróður borizt með fleiri vegum
en vatninu, en fyrstu plönturnar, sem land námu, komu