Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1939, Blaðsíða 42

Andvari - 01.01.1939, Blaðsíða 42
38 Heimferð á aðfangadag jóla 1893 Andvari var hann sífellt sprunginn af áhrifum flóðs og fjöru. Og við landið hinum megin voru sandætur.lymskar undirniðri, þó yfirhilmaði snjór eða skrof. Þá er eg kom fast að ánni, þar sem eg hugðist að fara yfir hana, sá eg á litnum, að hlaupið hafði farið þarna yfir og var nú byrj- að að frjósa. Eg staðnæmdist nú um stund og hugsaði ráð mitt. Var nokkurt vit í þessu ferðalagi? Frostið var að aukast, fannst mér, eða þá að hroll setti að mér, yfir því að vera staddur á þessum slóðum, þar sem »vegur var undir og vegur yfir og vegur á alla vegu«, eins og stendur í gátunni. Enn var tími til að snúa við heim að Laxamýri og gista Þar. En eg hafði heitstrengt um morguninn að fara heim þetta kvöld. Og mér þótti það næstum því eins og eiðrof að rjúfa þá heitstreng- ingu. Eg gekk nú hálfum skrefum fram á ána, virtist í fyrstu sem ágangurinn væri svo grunnur, að hann væri skótækur. En áður en eg vissi af, var eg kominn í mjóa- legg. Sennilega hefir verið fjara og ísnum þess vegna hallað frá landinu. Það fór ónotahrollur um mig allan, þegar jökulvatnið bleytti fæturna, eða þá að geigurinn greip mig. Það var um þetta bil, sem Árni sálugi reið fram í ána. Sporin eftir hestinn hans vitnuðu um það. Svo staulaðist eg áfram, reyndi alltaf fyrir mér með öðr- um fæti, það er að segja, þreifaði eftir því, hvort eg finndi nokkra misfellu á ísnum — þeim neðri. ís á- gangsins var svo sem hundheldur, eins og það er kall- að. Mér féll átakanlega illa að brjóta áganginn og koma svo niður á neðri ísinn, sem eg vissi eigi, hvort mann- heldur væri, og þar að auki háll í spori. Breiddin þarna á ánni er óstikuð, en eg ætla, að hún muni vera 80 — 100 faðmar. Með því að eg gekk hálf- um skrefum og mjög hikandi, mun eg hafa verið 15 mínútur að ösla þennan elg. Eg skimaði í kringum mig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.