Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1943, Síða 10

Andvari - 01.01.1943, Síða 10
6 Þorsteinn Jónsson ANDVA.M mörgu Ieyti voru þeir, hann og síra Kristinn, skaplíkir, enda urðu þeir aldavinir síðar. í skóla las Einar mjög mikið af klassískum skáldritum og svo allar þær nýjungar í bókmenntum, sem hann náði til. Var hann þá þegar farinn að fást við ritstörf sjálfur, jafnvel þótt aðeins ein smásaga frá þeim árum hafi, að hans eigin dómi, verið þess verð að takast upp í síðari útgáfur af ritum hans. Einar varð mjög gagntekinn af raunsæisstefnunni (realisman- um), eins og flest ung skáld um þær mundir. Hann hefur sjálfur sagt (í ritgerð um Matthías Jochumsson), að á þeim tíma hafi sér fundizt hann ekkert hafa lesið jafngáfulegt sem það, sem Georg Brandes rilaði í tímaritið Det 19. Aarhundrede. Og í sömu ritgerð segir Einar, að það hafi þurft „mikið lil þess á þeim árum að standast þann straum“ (þ. e. realismann og natúralismann). Jónas Jónasson (prestur og rithöfundur) segir í Fréttum frá íslandi 1880, að komið hafi út með Skuld (blaði Jóns Ólafssonar) smásagan Hvorn eiðinn á ég að rjúfa? eftir Einar skólapilt Hjörleifsson. „Saga þessi er með hinum nýja realistiska blæ, eða á að vera það, og er að því leyti nýtt framkvæmi í bókmenntuin vorum, en að því er stefnu hennar snertir hafa dómar inanna verið allmisjafnir um hana. En þó að ófullkomleika megi á henni finna, er hún engu að síður vel samin af unglingi, mál og efnisfærsla ljóst og lipurt og frá- sögnin fjörug og tilgerðarlaus", segir sira Jónas. Þetta mun vera fyrsti ritdómur um sögu eftir Einar, sem verulega er takandi mark á. Gestur Pálsson, sem tekið hafði stúdentspróf 1875, sama árið sein Einar Hjörleifsson kom í skóla, er af mörgum talinn fyrsti raunsæismaður íslenzkra skálda. Þetta er ekki alveg rétl. Einar var eldra sagnaskáld en Gestur, og sögur Einars frá þeim tím- um eru mjög realistiskar. En Gestur er eldri að árum en Einar (f. 1852), og það er einkennilegt, að fyrsta sagan, sem hann (Gestur) skrifaði í Verðandi (1882), er líklega hans hezta saga, Kærleiksheimilið. Gestur er þá þrítugur, en Einar að eins 28 ára. Gestur er svartsýnn og kaldhæðinn „skynsemistrúarmaður“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.