Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1943, Page 28

Andvari - 01.01.1943, Page 28
24 Þorsteinn Jónsson ANDVARI valdur er ekki sérlega hugðnæmur maður (frekar en t. d. Anderson í samnefndri sögu), en til þess að skáldið nái til- gangi sínum, virðist maður Rannveigar einmitt verða að vera eins og Ásvaldur er, hvorki betri né verri. Kaflinn Laugin er eitt með því fegtirsta, sem Einar H. Kvaran hefur ritað. Það mætti rita heila bók um skáldskap Einars Kvaran, án þess að nokkuð væri þar ofmælt. Svo athyglisverð eru verk hans. Fáir hafa stigið jafnmörg spor upp hjallann og hann, upp lil þeirra hæða, sem eru langt fyrir ofan dægurþras, smá- munasemi og úlfúð þá, sem alls staðar er ríkjandi í daglegu lífi manna og þjóða. Fullyrða xná, að hefði Einar ritað á víðlesna tungu og dvalizt meðal fleiri vel menntaðra manna en hér voru — og eru —, þá hefði hann orðið heimsfrægur maður snemma á æviskeiðinu. Það hefur jafnan verið vanþakklátt og þreyt- andi verk að rita fyrir íslendinga, þar sem flokkadrætti og stjórnmálaþrasi er troðið inn í öll mál, stór og smá. Þar sem það hefur verið gert að fræðigrein að finna nýjar og nýjar að- ferðir til þess að troða skóinn niður af náunganum. Og þar sem verðmætum, sem þúsund ára reynsla hefur skapað, er oft kastað á glæ, en nýr óskapnaður tekinn í staðinn. — Einar Kvaran kunni þá dýrmætu list: Að gæta hófs. Fjarri fór þvi, að liann visaði á bug reynslu aldanna, eða vildi rífa niður undirstöður þær, er stórmenni liðna tiinans höfðu lagt til sannr- ar menningar. En jafnframt stóð hugur hans opinn fyrir nýjum straumum, nýjum sönnunum, nýjum ráðgátum. Hann var þrunginn af framsóknarhug og sannleiksþrá. V. Einar H. Kvaran var glæsimenni á velli, þótt ekki væri hann ineira en meðalmaður á vöxt, eða vel það. Hann var fríður maður og snyrtimenni í klæðaburði, svo að því var við brugðið. í frainkomu var hann hægur og virðulegur, talaði fremur liægt venjulega og gaf gott hljóð, þeim er hann ræddi við. Hæverska hans var alveg fullkomin og brást aldrei. Fáir munu hafa þekkt samtíðarmenn sína betur en Einar,

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.