Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 10

Andvari - 01.01.1946, Page 10
•Jón Guðnason AMOVAIU (i var glæsimenni i sjón, þótt fatlaður væri, gáfaður vel og list- hneigður, nærgætinn um lækningar, framkvæmdamaður ótrauður, glaðlyndur, þrátt fyrir heilsuleysi og margs konar mæðu. — Fyrri kona Péturs var Jakobína Pálsdóttir, aint- inanns Melsted. Meðal barna þeirra voru: Arndís, kona Páls ]>rófasts Ólafssonar i Vatnsfirði, Elinborg, er átti Kristján Hall verzlunarstjóra, og Ingibjörg, l'yrri kona séra Magnúsar Bl. Jónssonar í Vallanesi. Seinni kona Péturs Eggerz, Sigriður Guðmundsdóttir, var glæsileg kona í sjón og skörungur í framlcvæmd. ÞaU hjón, Pétur og Sigríður, voru þremenningar að frændsemi, því að móðir Guðmundar Einarssonar á Kollsá, föður Sigríðar, var Solveig Bjarnadóttir frá Mælifelli, systir frú Sigþrúðar i Stafholti. Fyrri maður Solveigar, faðir Guðmundar, var ííinar bóndi Þórðarson í Hjarðarholti í Stafboltstungum, en seinni maður hennar var Búi prófastur Jónsson á Prests- bakka. Kona Guðmundar Einarssonar og móðir Sigríðar v:ir Helga (d. 18(54) Jakobsdóttir, Samsonarsonar, skálds á Grund í Vesturbópi (d. 1880), Sigurðssonar. En kona Samsonar var Ingibjörg Halldórsdóttir, prests á Breiðabólsstað í Vesturhópi (d. 1770), Hallssonar, og er þaðan beinn karlleggur til Lofts ríka Guttormssonar og Skarðverja hinna fornu. Móðir Helgu var Guðrún, er síðar.varð fyrsta kona Péturs Jónssonar í Bæ, Jónsdóttir, sýslumanns í Bæ (d. 1831), Jónssonar á Laugar- vatni, Högnasonar. Kona Jóns sýslumanns var Hólmfríður Ólafsdóttir, l'rá Frostastöðum í Skagafirði, Jónssonar. En kona Jóns Högnasonar var Guðrún Einarsdóttir, prests á Lundi, Óddssonar, annálaritara á Fitjum, Eiríkssonar, s. st„ Oddssonar, biskups, Einarssonar. Guðmundur Einarsson var atgervismaður, glaðlyndui-, böfðinglyndur í fátækt sinni, hestamaður og söngmaður góður. Hann lézl 22. marz 1874 í Stykkisbólmi. Börn þcirra Helgu voru, auk Sigriðar: Solveig (d. 1903), kona Ásgeirs breppstjóra á Stað í Hrútafirði, og Jakob búfræðingur (d. 1927) og Ingibjörg (d. 1931), fóru til Vesturbeims. Dóttir Ingibjargar er Laura G. Salverson, skáidkona.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.