Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 12

Andvari - 01.01.1946, Page 12
.Jón Guðnason ANDVAHI .8 mjög jafnvígur i öllum námsgreinum. Þó bar af kunnátta hans í sögu, þar sem hann féklc hæstu ágætiseinkunn. Næst var eðlisfræði og stjörnufræði, og þá erlend tungumál. í að- eins einni grein, af tólf, náði hann ekki fyrstu einkunn. Stúdentaviðkoman var lílil árlega í þá daga. Þetta vor, 1895, luku aðeins tíu piltar stúdentsprófi. Stúlkur voru elcki enn komnar til sögunnar á þeirri braut. En afburða námsmenn voru í þessum fámenna hóp. Hlutu tveir ágætiseinkunn, þeir Björn Bjarnason frá Viðfirði (d. 1918) og Páll V. Bjarnason, síðar sýslumaður (d. 1930). Næstir voru Jón Sveinbjörnsson, síðar konungsritari, og Sigurður Eggerz, þá Páll Sæmunds- son, síðar starfsmaður í fjármálaráðuneyti Dana, og Halldór Jónsson, nú prestur á Reynivöllum. Af stúdentunum 1895 sigldu sjö til Kaupmannahafnar sam- sumars, og var Sigurður einn þeirra. Hóf hann nám í lög- fræði við háskólann. Embættisprófi i þeirri grein lauk hann 26. febrúar 1903. Kaupmannahöfn var í nokkrar aldir höfuðmenntasetur isienzkra stúdenta, þeirra er leituðu til náms út yfir pollinn. En þeir voru tiltölulega margir, því að allt til 1908, er laga- skólinn var stofnaður, var ekki um einbættismenntun að ræða hér heima í öðrum greinum en guðfræði og læknisfræði. Þótti þó lengi meiri framavon að stunda einnig nám í þeim greinum erlendis. Flestir íslenzkir Hafnar-stúdentar höfðu rýran og sumir svo sem engan námseyri að heiman, en fleyttu fram lifinu að mestu á Garðstyrknum, meðan hans naut við, í 4 ár, en síðan á lánum, margir hverjir. Þeir voru því ekki alls kostar frjálsir um val á námsgreinum. Eftir 12—14 ára nám á bezta skeiði ævinnar krafðist jafnt nauð- svn þeirra sem verðskuldun lífvænlegs og öruggs ævistarfs. En þar var ekki margra kosta völ í voru fábreytta þjóðfélagi á þeim tíma. Af þeim sjö stúdenlum, sem fóru til Hafnar 1895, lögðu fimm stund á lögfræði. Þetta sýnir, hvert straum- urinn lá — og hvers vegna. Embættin, sem lögfræðinganna biðu að loknu námi, voru hin virðulegustu og bezt iaunuðu i landinu. Flestum hafði reynzt nær óbrigðult að hreppa eitt-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.