Andvari - 01.01.1946, Side 13
andvahi
Sigurður Eggerz
9
hvert þeirra, i'ljótt eftir heimkomuna. Og hinir efnilegustu
og glæsilegustu meðal þeirra gátu vænzt þess að verða
áhrifamiklir menn i opinberum málum og í þjóðlífinu yfir-
leitt. En það er markmið, sem hverjum framgjörnum mennta-
manni er sjálfsögð metnaðarsök, um leið og það er aðals-
ínerki hans að vilja endurgreiða á þann hátt með vöxtum i
sjóð framtíðarinnar þau framlög, sem hann hefur notið um-
fi’am aðra til þess að efla menntun sína. Það mun varla hafa
verið námsgreinin sjálf, lögfræðin, sem heillaði svo fimm
stúdenta af sjö árið 1895, að þeir, svo margir, hafi fyrir þá
sök eina tekið hana fram yfir allar aðrar vísindagreinar,
sem kostur var á að nema í Kaupmannahafnarháskóla. Hitt
er sönnu nær, að mestu hafi ráðið um val sumra þeirra sú
trú, að gegnum myrkviði lögfræðinnar, þurrar og streinh-
innar fræðigreinar að almannadómi, lægi vissasti vegurinn til
hins fyrirheitna lands framgjarnra manna og tilvonandi þjóð-
arleiðtoga. Tilhögun iögfræðinámsins um þessar mundir og
lengi áður var og alleinkennileg. Þorsteinn Gíslason, síðar
ritstjóri, þá stúdent í Kaupmannahöfn, lýsir henni svo í grein
í Sunnanfara (V, hls. 27), sama haustið og Sigurður Eggerz
hóf þar nám: „Lögfræðingar sækja fæstir kennslustundir í
háskólann. Er það margra áratuga venja, að þeir kaupa
kennslu utan háskólans, og hafa margir lagamenn víðs vegar
í bænum atvinnu af að lesa með lögfræðingaefnum. Eru þau
hjá kennaranum 4—6 í senn einn tima á dag og gefa fyrir
12 krónur mánaðarlega. Margir munu koma svo til prófs, að
þeir hafa aldrei verið á fyrirlestri við háskólann, og kunnugt
er mér það, að svo er að mestu um alla islenzka stúdenta nú
á síðari árum.“ Enn fremur segir Þorsteinn: „Lögin lesa
flestir til að komast í stöðu, enginn af áhuga fyrir námsgrein-
hini, enda er liún kennd með næsta mikilli smásmygli og
afar þurr og leiðinleg og sannur viðbjóður öllum rétt þenkj-
undi mönnum.“ — Hér er djúpt í árinni tekið, og má vera,
að meðfram sé mælt í gamni eða af þálflcæringi, eins og títt
var meðal stúdenta um þær námsgreinar, sem þeim voru
ekki að geði.