Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 14

Andvari - 01.01.1946, Page 14
10 .7ón Guðnason ANUVAHI En íslenzkir stúdentar höfðu fleira aö sækja til Ivaup- mannahafnar en lcennsluna í námsgreirium háskólans. Og jiað, sem jjeir gátu numið utan hennar, hefur að líkindum torðið ínörgum þeirra drýgra vegarnesti út í ævistarfið en sjálft embættisnámið. í Kaupmannahöfn mátti kynnast menn- ingu álfunnar og meginstraumum andlegs lífs samtímans. Því verður ekki neitað, að Jiangað sóttu islenzkir menntamenn eld j)ann, er síðan hrann glaðast í bókmenntum vorum, stjórn- málum og á enn fleiri sviðum. „Flesta framfarastrauma hér á landi, sem verkað hafa til lífskveikju, má rekja til landsins æskumanna, sem farið hafa út yfir pollinn,“ segir séra Matthías Jochumsson í bréfi til Sunnanfara, haustið 1894. — Um l>essar mundir var Georg Brandes aðsópsmesti maðurinn í bókmenntaheimi Dana og áhrif hans ekki sízt mikil meðal yngri menntamanna. Sigurður Eggerz varð mikill aðdáandi Brandesar, eins og ræða sú, er hann hélt fyrir minni hans i Stúdentafélaginu í Kaupmannahöfn á seinni stúdentsárum sínum, sýnir ljóslega (Sýnir, bls. 125—127). Virðast fagrar bókmenntir samtímans hafa verið aðal-liugðarefni Sigurðar á þessum árum. Brann sú glóð aldrei út í huga hans, þó að meginstarfssvið hans yrði á öðrum vettvangi en bókmennt- anna, ævilangt. Nánasti vinur Sigurðar á síðari stúdentsárum hans var skáldið Jóhann Sigurjónsson. Hélzt vinátta þeirra óskert, meðan báðir lifðu. En það er forn og ný reynsla meðal ungra menntamanna, að traustust vinátta, „í brjóstum, sem að geta fundið til“, vex upp af andlegu samneyti ujn sameigin- leg hugðarmál. Þeir Sigurður og Jóhann fundu andlegan skyldleika með sér. Báðir hrifnæmir og skáldhneigðir og ortu háðir á jjessum árum sin æskuljóð. Sigurður orli á þess- um árum á dönsku, þeirri tungu, er mest hafði túlkað hon- um hinar nýju heimsbókmenntir. Sigurður virðist ekki hafa látið stjórnmál verulega til sín taka á stúdentsárunum og að vísu farið sér hægt í þeim efn- um, allt jiar til er hann, iilllöngu síðar, gekk fram á vígvöll* inn sem alþingismaður. En þess er að gæta, að fyrstu stúdentsár Sigurðar var engin flokkaskipting til i landinu og

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.