Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 17

Andvari - 01.01.1946, Page 17
andvari Sigurður Eggerz 13 í'uglýsingin mundi leiða til þess, að konungur hefði í íslenzku sérmáli bundið vilja sinn við viss atriði, sem löggjafar- vald íslands og stjórn væru elcki einráð yfir, og því hefði konungur ekki frjálsar hendur um breytingar á ákvæðinu, sem farið kynni að verða fram á af Islands hálfu.“ — Jafn- framt því, að staðfesting stjórnarskrárinnar féll niður, var frestað úrskurði um íslenzkan landsfána. Málalokum ríkisráðsfundarins og framkomu ráðherrans þar var að vonum misjafnlega tekið hér heima, eftir þvi hvar menn stóðu í flokki. Floklcsmenn hans héldu honum samsæti eftir heimkomuna. Bjarni Jónsson frá Vogi flutti honum þar kvæði. „Mikill fögnuður var þá í Reykjavík meðal þorra manna. Ræðuskörungarnir minntu á gráu höndina, sem kom út úr bjarginu, til þess að skera á festi þess, er vígði bjargið. En einn þátturinn hélt, svo að dugði.“ (B. Sv. í Mbl., 1. marz 1945). Sjálfur varði ráðherra ótrauðlega afstöðu sína, hvenær sem færi gafst, bæði á stúdentafundi og á fundi í félagi höfuðandstæðinga sinna, Heimastjórnarmanna. 1 marz 1915 var Hannes Hafstein kvaddur á konungsfund og nokkru síðar einnig þrír Sjálfstæðismenn, til þess að ræða um stjórnarskrármálið. Var svo einn hinna siðar nefndu, Einar Arnórsson, skipaður ráðherra 4. maí. Stjórnarskráin var staðfest 19. júní, jpeð skilmálum, sem meiri hluti þings taldi ,,í fullu samræmi við fyrirvara Alþingis". Landsfáni var og löggiltur. En út af þessu klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn. Voru þeir, sem fylgdu Einari Arnórssyni að málum, nefndir »langsum“-menn, en hinir „þversum“-menn. Eftir að Sigurður hafði látið af ráðherraembætti, var hann samsumars skipaður sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. í ársbyrjun 1917 var hann settur bæjarfógeti í Reykjavik. Árið 1916 fóru fram alþingiskosningar. Sigurður Eggerz var efstur á lista „þversum“-manna við landskjörið það ár. k ékk sá listi næsthæsta atkvæðatölu þeirra 6 lista, sem i kjöri voru, og kom að tveimur mönnum. Sat Sigurður siðan á þingi sem landskjörinn þingmaður til 1926.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.