Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 21

Andvari - 01.01.1946, Side 21
ANDVARI Sigurður Eggerz 17 hann aldrei í framboði upp frá þvi. Virðist svo sem hann hafi ekki átt fyllilega samleið með flokki sinum — eða flokkur- inn með honum. Að minnsta kosti var honum, þótt hann væri einn helzti þingskörungur flokksins, aldrei boðið að vera í kjöri í öruggu kjördæmi. Af einstökum áhugamálum, sem Sigurður barðist fyriiv ineðan hann sat á þingi, verða hér fá ein nefnd. Tvö voru stærst þeirra mála, er hann vann að fyrir kjördæmi sín, Vestur-Skaftafellsýslu og Dalasýslu. Voru þessi mál bæði ný- komin á döfina, er Sigurður tók þau að sér. Hið fyrra var brúin á Jökulsá á Sólheimasandi, hið siðará akvegurinn úr Borgarfirði vestur í Dali. Eru þessar framkvæmdir hinar mestu samgöngubætur, sem gerðar hafa verið fyrir hlulað- eigandi sýslur. Árið 1926, er álcveða skyldi fyi’irkomulg um seðlaútgáfu, barðist Sigurður og flokkur hans fyrir stofnun sérstaks seðlabanka. En málið var leyst á þann veg, sem kunnugt er, að Landsbankanum var falin seðlaútgáfan. Aðaláhugamál Sigurðar Eggerz á þingi og siðan til æviloka var sjálfstæðismálið. Þess mun lengi verða minnzt, að hann, þá er hann var einn í flokki á þingi, 1928, átti frumkvæði nð því, að mörkuð var þá, skýrt og ótvírástt, af öllum flokk- um þingsins, sú stefna i sjálfstæðismálinu, er til fulls sigurs var leidd með stofnun lýðveldisins 17. júní 1944. Er hér um svo merkt atriði að ræða i stjórnmálaafskiptum Sigurðar og um leið í sögu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, að rétt þykir að gera nánari grein fyrir þvi. A þinginu 1928 bar Sigurður fram svofellda fyrirspurn til rikisstjórnarinnar (þskj. 120): »Vill ríkisstjórnin vinna að þvi, að sambandslagasamn- ingnum verði sagt upp, eins fljótt og lög standa til, og í því sambandi íhuga eða láta íliuga sem fyrst, á livern hátt utan- rikismálum vorum verði komið fyrir, bæði sem haganlegast °8 tryggilegast, er vér tökum þau til fulls í vorar hendur?“ Fyrirspurnin var rædd 24. febrúar. Flutningsmaður minnti sérstaklega á þær greinar sambandslaganna, er varhugaverð- astar höfðu þótt, 6. grein, með jafnréttisákvæðinu, sem hann

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.