Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1946, Page 22

Andvari - 01.01.1946, Page 22
18 Jón Guðnason ANDVARI kallaði „ábúðarrétt Dana á Islandi", og 7. grein, umboðið til Dana um að fara með islenzk utanríkismál. Sem dæmi um hættu þá, er íslendingum gæti stafað af „ábúðarrétti“ Dana, skýrði hann frá tillögum, er þá nýlega höfðu komið fram í danskri bólc um fiskveiðamál: „Et stort Havfiskeri. Et större Danmark“, eftir M. L. Yde. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra svaraði fyrirspurn- inni fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og Framsóknarfloltksins, Magnús Guðmundsson fyrir hönd íhaldsflokksins og Héðinn Valdimarsson fyrir hönd Alþýðuflokksins. Lýstu þeir, hver um sig, eindregið yfir sömu stefnu í málinu sem flutnings- maður. — Reynslan leiddi síðar i ljós, að allir ræðumenn mæltu lieils hugar, og að þjóðin öll stóð þeim að baki. Sigurði Eggerz auðnaðist að lifa það, að sjálfstæðismálið var leitt til fullra lykta á þann veg, sem honum þótti bezt fara. En úieðan uppsögn sambandslaganna og síðan stofnun lýðveldisins stóð fyrir dyrum, var hann sífellt á verði, óþreytandi að eggja og hvetja þá, sem beint eða óbeint gátu haft áhrif á framgang málsins, Mun óslökkvandi áhugi hans og baráttuhugur í þessu mikla máli nú vera viðurkenndur og metinn af öllum, einnig þeim, er stóðu honum öndvert í flokki á fyrri baráttuárum um sjálfstæðismálið. Eftir að Sigurður lét af störfum sem bankastjóri 1930, var hann í rúm 2 ár málaflutningsmaður í Reykjavík. Hinn 10. nóv. 1932 var hann skipaður sýslumaður í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Isafirði. En 11. júní 1934 var hann skipaður sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri. Gegndi hann því starfi, unz hann lét af emhætti fyrir aldurs sakir. Síðustu árin var hann formaður stjórnarskrárnefndar lýðveldisins. Það er eftirtektarvert um stjórnmálamenn vora, ailt frá dögum Jóns Sigurðssopar, hversu þeir hafa, margir hverjir, verið fjölhæfir að gáfym, og átt, jafnvel ævilangt, rík áhuga- mál á öðrum sviðum en stjórnmálanna. Einkum er það saga þjóðar vorrar og tunga og bókmenntir fornar og nýjar, inn-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.