Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1946, Side 26

Andvari - 01.01.1946, Side 26
22 Sigurður Eggerz ANDVARS kunnu ræðusnilld sinni og mælsku. Fannst ýmsum sem hann væri yngstur af viðstöddum. Hjá öllum ræðumönnum kom það skýrt í ljós, hve iniklum og einlægum vinsældum Sig- urður Eggerz hefur átt að venjast þann tíma, sem hann hefur dvalið á Akureyii.“ (Mbl. 2. marz 1945). Þegar er Sigurður hafði látið af embætti, fluttust þau hjón til Reykjavíkur. Hugsaði hann með fögnuði til þess að geta nú gefið sig af alhug að hugðarstörfum sínum, ritstörf- unum, svo og að starfi í stjórnarskrárnefnd. En þegar uin sumarið kenndi hann meins í fæti, sem ágerðist svo, að hann varð að leggjast á sjúkrahús, Landakotsspítala. Þar andaðist hann 16. nóv. 1945. Jarðarför hans fór fram á alþjóðar- kostnað, í heiðursskyni við hinn látna þjóðskörung. Biskup- inn yfir íslandi flutti aðalræðuna í kirkjunni, að viðstöddu miklu fjölmenni. Athöfninni var að sjálfsögðu útvarpað. Með Sigurði Eggerz er hniginn í valinn einn þeirra manna, er mest har á með þjóð vorri á öðrum og þriðja tug þessarar aldar. Þau ár mörkuðu djúp spor í þjóðlífi voru, merlcum áfanga var náð í sjálfstæðisbaráttu vorri og stefnan ákveðin, sú er leidd var til fulls sigurs með stofnun lýðveldisins. Margir hafa lagt hönd á plóginn, til þess að sá sigur mætti vinnast, — fleiri en vitað er almennt eða viðurkennt. Sagan mun bregða þar yfir skýrara ljósi, er tíinar líða, og breyta í mörgu vorum dómum. En ætla má, að þeim mönnum, er svo var farið sem Sigurði Eggerz, að þeir báru i brjósti eld- legan áhuga og sáu jafnan markið, skírt og bjart, frain undan, verði skipað í veglegt rúm í sölum Sögu, samkvæmt hinu fornkveðna, að eldr es beztr með ýta sonum olt sólar sýn.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.